Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 14

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 14
14 unni, sem skenkjarinn við borðið byrlaði þeim, og þeir helltu í sig með dýrslegri græðgi. Það liggur við að maður fyrirverði sig fyr- ir að vera maður, þegar slíka menn ber fyrir augu, sem bókstaflega eru að troða guðsmynd- ina ofan í sorpið, sem óðfluga eru að renna sjer eptir glerhálli brennivínsbrautinni, og hugsa ekk- ert um það, að sú braut leiðir til glötunar, bæði í tímanlegu og andlegu tilliti. Hver vill taka að sjer ábyrgðina? Á hún að hvila á einstaklingnum, sem ekki veit fótum sinum forráð? Á hún að loggjast á bak þjóðar- innar, sem lögheimilar svínastíurnar? Eða vilja veitingamennirnir og þeir, sem halda víni að mönn- um, takast á hendur ábyrgð og afleiðingar vin- sölunnar? Þegar Jón kom auga á þennan fjölda, sem hópaðist eins og hungruð dýr um bráð utan um skenkiborðið, sem fleygðu seinasta eyrinum í veitingamanninn fyrir vín, — - og þeir voru ekk- ert fáir aurarnir, sem runnu í vasa veitingamanns- ins þetta kvöld, — ja, þá hætti hann að furða sig á því, þó híbýlin hans væru skrautleg. Og framferði þessara manna! Hver getur lýst þeirri svívirðingu, sein á sjer stað í musterum Bakk- usar? Hver vill telja blótsyrðin, guðlöstunar- orðin, klúryrðin, fúlyrðin, sem þar eru töluð? Og deilurnar, áflogin, glóðaraugun, — slíkt þekkja allir þeir', sem einhvern tima hnfa litið inn í hof hans. Vjer viljum ekki lýsa því, en vjer viljum

x

Ljós og skuggar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.