Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 17

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 17
17 „Sáztu hann pabba inni?“ sagði hún kjökr- andi við Jón. „Jeg þekki ekki pabba þinn“. „Æ, jeg átti að flnna hann, við eigum ekk- ert brauð, og mamma liggur veik, og hann er með alla peningana þarna inni.“ Barnið fór að gráta. „Heyrðu, jeg skal koma með þjer inn, og finna hann, ef hann er inni.“ „Æ, nei, jeg þori ekki inn, jeg var barin í gærkvöldi, af því jeg fór inn, að leita að honum." „Þá skaltu koma með mjer, jeg skal gofa þjer brauð, og fylgja þjer svo heim.“ En hvað hún varð glöð, blessað barnið! Hún leit á hann stóru, hryggðarlegu augunum. Hún var óvön svona viðmóti. 0, hvað það var kalt og óvistlegt þar inni. Konan lá í ljelegu rúmfleti, 3 ung börn voru að veltast á óhreinu góiflnu, það logaði á glas- lausum lampagarmi, og herbergið var fullt af oliureyk. Börnin litu upp, þegar Jón kom inn. Þau voru öll föl og mögur, tötralega klædd, og blá af kulda. Svo þetta var heimili drykkjumannsins! v Ekkert af því, sem mátti nefna þægindi þessa lífs, var þar að sjá, og fátt eða ekkert af því, sem nauðsyn má heita. Það mátti lesa margra ára mæðu og raunalega æflsögu út úr andliti

x

Ljós og skuggar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.