Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 18

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 18
18 konunnar. Svipurinn var orðinn hörkulegur, ennið hrukkótt, og það var beyskja í rónmurn. Bakkus var búinn að svipta hana öllu yndi. Hún sá manninn sinn berast hraðfluga niður á við, hún sá börnin sín hýma svöng 1 kringum sig — og hún gat ekkert. við gjört. Maðurinn hafði öll peningaráðin, og fulit leyfi til að nota þá ept- ir vild, hún varð að Jíða með þögn og þolin- mæði. Orð hennar höfðu svo opt kostað högg og heitingar, hún var fyrir löngu uppgefin; búin að leggja árar í bát. Slík eru kjör mæðra, eiginkvenna og barna drykkjumannsins! IV. Ljettúð þar sem sízt sltyldi. Það átti að halda útbreiðslufund í G.-T. fje- laginu. Jón hafði fengið aðgöngumiða á fund þennan, sem fleiri góðir menn, og þegar fundur- inn byrjaði, var fundarhúsið alskipað fólki. í fundarbyrjun voru gestirnir boðnir vel- komnir. Síðan gekk fram roskinn maður, skarp- legurogaivarlegurásvip, og mælti nökkrum orðum til samkomunnar. Hann sagði meðal annars: „Tilgangur þessa fundar og allra svipaðra funda, sem hjer eru haldnir, er sá, að reyna að vekja áhuga og umhugsun á hinu þýðingarmikla vel- ferðarmáli þjóðanna — bindindismálinu. Það dirfist enginn að neita því, að það er velferðar-

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.