Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 20

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 20
20 hvernig slík skoðun hefnir sín. Jeg gæti bent á margan ungan mann, sem lærði að drekka vín við borðið hjá henni móður sinni, en sem síðar leiddi hærur hennar moð harmi í gröflna, — einmitt með víndrykkjunni!" — — — Fundi var Tílitið með þvi að syngja fundar- slitaljóð Templara: „Ver með oss guð, er hjeðan víkjum vjer, í voða stríð mót lasta og sorga her; án máttar þíns, vjer munum verða í neyð, af miskunmþiimi sálir vorar leið. o. s. frv. Útbreiðslufundurinn varð til þess, að Jón gjörðist fjelagi Reglunnar. tlann langaði til að kynnast starfi hennar, og taka einhvern þátt i því. Hann hafði fengið svo giæsilega hugmynd um alvöru og áhuga tempiaranna þarna á út- bi'eiðslufundinum, og honum þótti það koma illa heim við hálftóma bekki opt og einatt á fundum, nú er hann var orðinn fjelagsmaður, gat hann eigi annað en borið það saman. Kvöld eitt var óvenjulega margt fólk saman komið í fordyri G.-T. hússins. Það mátti sjá, að fólkið vænti einhvers. Ef einhver kom inn- an úr fundasalnum, var hann óðara spurður: „Verður ekki farið að slíta fundi,“ eða: „Ótta- lega stendur lengi á þessu!“

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.