Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 21

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 21
21 Jón var að brjóta heilann um, hvað til stæði, þegar hann heyrði einhvern segja: „Jeg hefði ekki komið hjer, ef jeg væri ekki að vona, að jeg fengi að dansa á eptir. Annars kem jeg sjaldan á fundi, og aldrei í þessari stúku.“ „Heldurðu það verði dans?-“ „Já, það hugsa jeg sjálfsagt, minnsta kosti sjálfráðar skemmtanir, og það er sama sem dans. Jeg er nú ekki samdóma þessu góða fólki, sem fordæmir dansinn í Reglunni, jeg held fyrir mitt leyti, að ef honum væri kippt burtu, þá fjelli ein af meginstoðum íjelagsins, þvi til hvers held- urðu að þorri manna gangi í fjelagið, til að hlusta á bindindisræður máske? Og ekki held jeg nú það! Nei, bara til að skemmta sjer. Jeg sje heidur ekki annað en að dans sje sú saklausasta og handhægasta skemmtun." „Já, jeg er á þínu máli með það,“ tók nú hinn til máls. „Jeg veit alveg að meiri hluti fólksins gengst fremur fyrir skemmtununum í Reglunni, heldur en því að starfa með. Jeg segi fyrir mig, jeg gekk inn í fyrra fyrir afmæiið í einni stúkunni, og hef nú iafað síðan; mjer dauð- leiðast þessir fundir; og ef maður hefði hvorki „klúbb“ nje neitt, sem maður gæti skemmt sjer við í Reglunni, þá væri jeg löngu farinn.“ Nú var sagt að fundinum væri slitið. Tóku þá margir viðbragð, því nú var stundin nærri. En fyrst átti að bjóða upp stóreflis bögglahrúgu. tað var þá „bóggulkvölu,“

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.