Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 30

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 30
30 var að herja á ljósið, það voru hinar syndspiltu tilhneigingar mannanna, sem gjört höfðu uppreisn, af því þær þoldu ekki sannleikann: „Mennirnir elskuðu myrkrið meira en ljósið, því þeirra verk voru vond.“ Og fundurinn sá arna sýndi enn á ný, það sem opt hefur áður sýnt sig, að — „ Vox populi est vox diaboli.“ VI. IIciin. Jón lagðist þreyttur til svefns þetta kvöld, hann hafði nú sjeð svo ógurlega mikið af skugg- um, en lítið af ijósi, og hugur hans þráði heim, og svefninn kom og flutti anda hans í kyrrð og frið, heim í sveitina. Þegar stjörnuljósin blika á himinhvolfinu, vetrarkvöldið boðar frið, og norðurljósin benda á dýrð drottins, þá vaknar þrá í hjartanu, þrá eptir einhverju fögru, hreinu, háleitu. Og hugurinn leitar, hann finnur orðið: lieim, og þar finnur hann hvíld. Heim, heim til Jjósanna, heim í dýrðina, — heim til guðs. Burt, burt frá háreysti heimsins, burt frá synd og solli, burt frá skuggum þessa lífs, þang- að sem ljósið skín eilíflega, og skuggarnir hverfa. Og þá er takmarkinu náð.

x

Ljós og skuggar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.