Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 31

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 31
31 Kraptur bænarinnar. Norskuj stýrimaður hefur nýlega sagt þessa sögu: Vjer komum úr haíi og ætluðum til Brevik. Vjer sáum vitann á Lyngör, og kölluðum á hafn- sögumann, en sáum engan koma. Vjer urðum að halda áfram í stormi og ósjó. Skipið rak að landi, en við sögðum eirki skipshöfninni frá því. Þegar fór að morgna, urðum við samt að segja hásetunum frá, að vjer myndum líklega stranda. Enginn vissi fyrir víst hvar vjer vorum, allt var niðamyrkur, eins og vant er i desembermánuði. Skipstjóri gekk snöggvast til hvílu, og jeg fór að stjórninni. Vjer leystum bátinn. Háset- arnir mæltu ekki orð, óg voru fölir sem lik. Á slikum stundum verða jafnvei guðlastarar stillt- ir. Ljettúðin hverfur, en drottinn gjörir upp reikninginn í djúpi sáíárinnar. Jeg varð að fara ofan til að spyrja skip- stjóra ráða. Hann var ekki sofandi, — hann sat við borð sitt — og grjet. „Hvernig skyldi nú fara um konuna mína og hörnin heima?" andvarpaði hann. Þá var stundin kornin að jeg fjekk tækifæri til að vitna fyrir honum. Hann var vantrúarmað- ur. „Góði skipstjóri/ sagði jeg, „þjer þurfið ekki að hugsa um þau, því að þau eru í drott- ins hendi. Það, sem nú þarf, er að þjer og vjer allir hugsum um fi'elsun sáina vorra, svo að vjer getum, ef þetta er síðasta stundin, átt visa vist heima hjá guði fyrir hlóð Jesú Krists. “ — Rjett eptir dagmálin birti dálítið, en samt

x

Ljós og skuggar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.