Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 32

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 32
32 gáf.um vjer ekki áttað oss, þótt vjer hlytum að vera nærri landi. Nú var úr vöndu að ráða. Jeg spurði há- setana, hvort vjer ættum ekki að biðja saman. Allir voru fúsir til þess. Skipstjórinn var kom- inn upp. Vjer krupum í hálfhring á þilfarinu, og jeg bað ,um hjálp úr hættunni, en um fram allt um frelsun sálna vorra. Á meðan vjer báðum, rofaði eitt augnablik til, svo að sást til sólar, en svo dimmdi þegar aptur. — „Þá verðum vjer að biðja aptur," sagði jeg. — Vjer fjellum aptur á knje, og nú báðu einnig nokkrir hásetar — og skipst.jórinn. Neyð- in kenndi þeim að biðja. Þegar vjer stóðum upp, breyitist veðurstaðan á svipstundu, þokuna rak frá, og vjer sáum, hvar vjer vorum. Brimgarðurinn var ekki nema eina mílu sjávar framundan, — en nú var enginn vandi að komast úr hættunni. Þegar vjer vorum komnir úr allri hættu, sagði skipstjóri alvariega: „Nú höfum vjer sjeð, hvernig drottinn allsherjar hefur líknað oss. Eigum vjer ekki að þakka honum fyrir þessa greinilegu hjálp?“ Svo krupum vjer enn allir niður, og vegsöm- uðum drottin. Sú stund gleymizt ekki. — Hún hafði. eilífðar-þýðingu fyrir fleiri en einn. Vantrúin hvarf með þokunni.

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.