Syrpa - 01.03.1912, Page 9
ÞORRABLÓT
135
en þó langt um snjallara og hug-
myndaríkara mál en gamla íslenzk-
an, og gengur því enskunni næst í
álili manna.
Þegar skemtigangan mikla end-
aöi gengu margir úr leik, því þeir
treystu eigi sínum óvöndu, óþjálu
fótum, aö standast tábrögð og
mjaðmarhnykki enska dansins.
Þurfti til þess vana inenn og íslenzk-
enska í fótalærdómi, en sem betur
fer, er meiri hluti unga fólksins ís-
lenzka svo langt á leið komið í í-
þróttinni, að það stenzt öll hans
vélabrögð ágætlega. Fór það ham-
för um gólfið,létt eins og fífuhnoðri,
lipurt eins og bezta skopparakringla
og svo vakurt að sexhundruð króna
skeiðhestur á íslandi gæti ei'gigjört
betur. Brunaði það þannig áfram
í allri sinni dýrð í W a 1 t z ,
Schottische, Marzurka,
Two Step, Lancers, Three
S t e p og A u r o r a. Dreymandi
drauma vonarinnar, nautnarinnar,
sælunnar.
Jón og Guðrún settust niður á
einn af bekkjunum, sem lágu með
fram veggjunum. Þau höfðu tekið
þátt í göngunni miklu, en voguðu
ekki að leggja út í iðukast enska
dansins, og gramdist það hálfpart-
inn.
Jón og Guðrún voru systkin um
tvítugsaldur, og kornin heiman af
fóslurjörð sinni fyrir hálfu öðru ári
síðan. Hafði Jón dvalið vestur í
íslenzku nýlendunni Argyleogstund-
að bændavinnu alt af. En Guðrún
hafði staðnæmst í Winnipeg. Verið
fyrst í vistum hjá enskum fjölskyld-
um, en unnið nú upp á síðkastið á
einu stærsta gistihúsinu í borginni.
Faðir þeirra hafði heitið Guðmund-
ur og kölluðu þau sig því M r. og
M i s s G o o d m a n, eins og alt
íslenzkt Guðmundarfólk gjörir í
þessu landi. Þau höfðu lært svo-
lítið í dansi heima, en voru eigi enn
þá búinn að breyta fótaburði sínum
á enska vísu.
,,Sei, Rúní! Þetta Þorrablót er
ekk’ íslenzkt að tol!“*) mælti Jón
til systur sinnar og gaut ólundar-
auga til dansfólksins, sem skemti
sér hið bezta.
,,Veit Djonni! Bíddu þangað til
við borðum íslenzka söpperinn. Þá
fáum við þó nýnæmi hugs’ é’, svar-
aði Guðrún, og aðgætti með mestu
■nákvæmni hvernig stúlkurnar báru
til fæturnar í dansinum.
,,Jes, en bæ goli! Þeir ættu þó
að hafa íslenzkan dans, finst þér
ekki, úr því þetta er íslenzkt Þorra-
blót?“
,,Jes, bött íslendingar vilj’ ekk-
ert dansa nenia enska dansa, af því
þeir eru so miklu næsar’ en þeir ís-
lenzku. Það er nú trobullinn! O’
nú hefir Djósí frænka lofað mér að
kenna mér enska dans’ í vetur o’
sagt é’ komist strax niður í því, og
þá skal é’ sveiðí dans’ í sumar og
so næsta vetur1 ‘.
,,Vell! Skollinn hafi það! — En
ef þeir fúlla mig á matnum, þá skal
é' bara segj’ að þeir séu nó gúdd,
því é’ gef ekki fimm senta virði fyrir
þessar ræður þeirra, því þær verða
bara leiðindisdella eins o’ allar ræð-
ur eru“.
*) Ensk orö og setningar, sem koma
fyrir í samtalinu, eru hérrituð eftir fram-
buröi. Hiö santa á sér einnig staö meö
ensk orö i íslenzkri beygingu, eöa íslenzk
orö, sem borin er fram nieö ensku hljóði.
Sömuleiöis eru styttingar ogúrfellirá orð-
um gjörður eftir framburði.