Syrpa - 01.09.1913, Page 10
8
SYRPA
sæll, þá virtu allir hann sem þektu,
þó þeir vildu ei fallast á skoöanir
hans, báru þeir viröingu fyrir mann-
inum, er jafnan hélt fram heiöri for-
feöranna, og sko'ðuðu hann sem
fulltrúa hinnar gömlu og góðu þjóð-
frægðar. Það var almenn skoðun,
að Þorbjörn bæri í hljóði hulinn
harm, eða byggi yfir einhverju duldu
leyndarmáli, er hann hcfði allan hug-
ann við.
Það var nú áhugamál séra Jóns að
ná í Þorbjörn áður en honum bærist
frétt um komu gestsins og væntan-
lega veru hans á prestssetrinu. Hann
þekti útlendingahatur Þorbjörns og
kveið því, að hann mundi skeyta
skapi sínu á hinum göfuga gesti, ef
hann væri óviðbúinn.
En þetta varö nú léttara verk en
prestur bjóst við. Þorbjörn sagði
þegar í staö, að fyrst gesturinn væri
portugiskur en ekki enskur, hefði
hann ekkert á móti veru hans þar,
fremur cn hvers annars. Og séra Jón
sneri heim aftur himínglaður yfir
árangrinum af friðarsamningum sín-
um.
Það var liðinn nokkur timi frá
skipskomunni. Og séra Jón og Þor-
björn voru mjög ánægðir yfir gest-
inum. Hann var hlýr og kurteis í
viðmóti, og sýndist að iiafa áhuga
fyrir öllu, sem við bar. Hann hlust-
aði með athygli á sögurnar um svarta
dauða á íslandi, ræddi fram og aftur
um það, hver áhrif ferð Kristjáns
konungs til Róm mundi hafa, og ef
þess var óskað sagði iiann margar
skemtisögur um ferðir sinar í fjar-
lægum löndum. Séra Jón og Þor-
björn hlýddu á það, báðir með jafn-
mikilli athygli, en hvor á sinn hátt.
Séra Jón gleypti með ákefð hvert orð
er leið af vörum gestsins og tók oft
frani i, til að segja hvað þetta bæri
nú vel saman við þenna hringiðu-
fróðleik, sem hann hafði aflað sér,
' orbjörn sat þegjandi og hlustaði
með athygli á sögur Sir Daves. Þeg-
ar eitthvað kom fyrir- í sögunni, sem
hann hafði séð með eigin augurn,
hneigði hann sig þegjandi til sam-
þykkis.
Eitt sinn er þeir sátu þrír saman i
rökkrinu, barst talið að uppgötvun-
um þeim er Portúgalsmenn höfðu
gjört á ferðum sínum um vesturhöf.
Sir Dave sagði þeim frá framkvæmd-
um Hinriks prins i því máli um
Azor og Canarisku eyjarnar, og öll
frásögn hans lýsti áhuga og þekking.
“En hvað er um Cypango og An-
tila.” sagði prestur. “Er sú eyja
virkilega eins stór og sagt er, og
iivað margar dagleiðir er hún frá
Norðurálfunni ?”
Gesturinn hristi höfuðið. “Eg
hefi aldrei heyrt neitt áreiðanlegt uni
það,” sagði hann. “Eg hefi alt af
hugsað það væri að eins uppspuni,
þær sögur eins og svo margt annað.”
“Uppspuni,” sagði séra Jón stygg-
lega. “Eg sem hefi séð eyjuna á
landabréfi, sem Darbey skipstjóri
sýndi mér í fyrra.”
Gesturinn gat ekki varist því að
brosa að þessari rökfærslu séra Jóns,
og sagði það væri nú varasamt að
trúa því að ókent land væri til, þótt
einhver sýndi það á landabréfi.
“Haldið þér það sé þá líka upp-
spuni um St. Brandans eyjuna?”
spurði prestur.“ Við höfum þó sögu-
sögn hins virðulega ábóta, að hann
hafi séð þessa undra eyju og dvalið
þar og séð þar margt fáséð og
merkilegt.”