Syrpa - 01.09.1913, Side 12

Syrpa - 01.09.1913, Side 12
10 SYRPÁ getaö gjört eignarrétt minn gildan.” Þorbjörn séttist rólegur niöur, eftir aö hann haföi flutt Jjessa óvana- lega löngu ræöu. Séra Jón leit til Sir Daves og brosti meöaumkvunarlega, yfir þessum barnalegu skrælingja- hugsunum Þorbjarnar. En þaö tindraöi gleöin úr augum Sir Daves, og eftir þetta var hann Þor'úrni miklu fylgisamari en presti. Séra Jóni féll þaö miöur, aö gest- urinn var oft hálfa daga í fylgd með Þorbirni, en hann gat ekkert um það sagt, því gestur hans haföi óskað að mega kynna sér landslagið umhverf- is. Prestur treysti sér ekki aö vera fylgdarmaður hans, og Þorl)jörn var sjálfsagður fylgdarmaöur, ])vi hann þekti hverja þúfu og hvern götuslóða i nágrenninu. Hann vissi nafn á hverjum fjallstindi og hverjum bletti og þekti sögu hvers bónda á hverjum bæ. Stundum gengu þeir upp á Snæ- fellsjökul, og horföi ýmist á tinda hans er teygðust upp í himinblámann, eöa þeir gægöust ofan í helbláar jök- ulsprungurnar og hlustuöu á vatns- skvampiö niðri í gjótunum. Stund- um gengu þeir út á Enni, þetta al- kunna, illræmda fjall suðaustur af Rifi; þaö liggur þar út i sjóinn, snar- bratt og ægilegt. Þeir gengu um fjörugítuna viö fjalliö, sem aö eins er fær þegar lágsjóað er. Bergiö slútti þar yfir höfuö þeim og í því voru ó- tal holur og hellar. Og Þorbjörn kunni ótal sögur um álfafólkið, er þar bjó, bæöi í fjallinu og í hafinu. Ilann sagöi frá grænum dölum, sem fundist lieföu uppi í jökulklasanum, og hann sagöi sögur af hringiðunni úti fyrir Dritvík, sem þannig var til oröin, aö á ein mikil, er rann undan jöklinum, byrgöist í eldsumbrotum og náöi ei uppgöngu fyr en út á sjó, og af því kom hringiðan og í henni var ætíð bergvatn. • Gesturinn hlustaði meö athygli á þetta alt, en þó var eins og hugur hans væri bundinn viö alt annaö, sem hann langaði aö fá færi til aö tala um. Einhvern dag sagði hann viö Þorbjöm: “Þú mintist einu sinni á gamlar sögur um land eitt mikið í vesturhöf- um, og sagðist vera ættingi og arf- tökumaður þess, er landið fann. Ef þú veizt eitthvaö meira um þaö, þá segöu mér þaö.” “Þér trúið mér ei, fremur en séra Jón,” svaraði Þorbjöm hálf ólundar- lega. “Eesið þér sögurnar sjálfur.” “Lestu þær fyrir mig,” agöi Sir Dave. “Y'öur grunar ekki hvaö mik- ið áhugamál þetta er mér.” Og svo varö Þorbjörn aö segja honum söguna um Erík rauða, er varö sekur um víg og lagði vestur í höf að leita lands þess, er Gunnbjörn sonur Úlfs kráku varö var við, cr hann fann Gunnbjarnarsker. Hann sagöi frá því, er Eirikur rauöi reisti bú á Grænlandi, og á eftir honum kom Herjólfur. Bjarni sonur hans lenti í sjóhrakningi og rak fyrir norö- anvindi i niðaþoku suður í höf og varö þá var við ókent land. “En Bjarni sté þar ekki á land. Þaö var Leifur hinn hepni, forfaðir minn, er keypti skip Bjarna og hélt suður höf í landaleit. Og liann fann landið, og nefndi þaö Vínland.” Og Þorbjörn sagði gestinum meö mikilli nákvæmni alla sögu Eiríks rauða og Þorfinns karlsefnis og með eldlegum áhuga lýsti hann þessu fagra undralandi eins og hann heföi séö þaö sjálfur, aö þar væri hver lækur fullur af

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.