Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 60

Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 60
58 SYRPÁ hádegisbiliÖ, þá var þar engin umferb vagnhesta né gangandi manna. Kífi tekur nú flöskuna og lætur hana niö- ur í eitt skolpræsi'S og heldur svo leið- ar sinnar. Hann lítur um öxl sér þrisvar sinnum, og sér þá flöskuna, snjóhvíta og bumbubreiöa standa svo kirfilega í skólpræsinu, þar sem hann haföi skilið viö hana. Svo beygöi hann fyrir götuhorn, svo aö hann gat ekki lengur haft auga á henni. En hann var varla sloppinn fyrir horniö, þegar hann fann, að eitthvað kom viö olnbogann á honum; og þeg- ar hann fór að gæta aö, hvaö þaö væri, sér hann aö þar er komin flask- an og er búin aö stinga bumbunni niður í treyjuvasa hans og teygir langa hálsinn upp úr opinu. “Þctta er þá alt saman dagsatt,’’ varö hon- um aö orði. Síöan gengur hann inn i búð nokkra og kaupir sér þar gorm og gengur svo út úr borginni á afvikinn staö og fer aö reyna að ná tappanum úr flösk- unni meö lionum. Hann skrúfar gorminn hvaö eftir annaö í tappann, en gormurinn kemur laus upp í hvert skifti, og er tappinn jafnheill eftir sem áöur. “Þetta hlýtur aö vera ein- liver nýmóðins tappi,” hugsaði Kífi, en honum var nú ekki farið aö veröa um sel. Hann var allur í einu svita- lööri og skalf eins og hrísla. Nú snýr hann aftur leiöar sinnar niður aö höfninni og fer þá fram hjá sölubúð nokkurri þar sem seldar voru ýmiskonar skeljar, kylfur og því um líkt, frá eyjum villimannanna, gaml- ar goöalíkneskjur úr heiöni, gamlir peningar, málverk frá Kína og Japan og ýmislegt fleira, sem sjómenn flytja heim með sér i hirzlum sinum. !>á datt honum alt í einu ráö í hug. llann gengur inn í búöina og býð- ur kaupmanninum flöskuna fyrir hundraö dollara. Kaupmaður gerði í fyrstu gis að honum og bauö honum fimm dollara fyrir hana. — En ein- kennileg var hún, flöskuskömmin — slíkt gler haföi aldrei veriö blásiö í nokkurri glerverksmiðju í víöri ver- öld—litirnir skiftu sér svo dásamlega fallega í mjólkurhvítu glerinu, og skugginn bærðist svo einkennilega innan i flöskunni. Og svo fór þaö að lokum, þegar kaupmaðurinn var lengi búinn aö þrefa og þjarka um verðið, eins og prangara er siöur, að hann keypti flöskuna fyrir sextíu dollara í silfri og lét liana síðan upp á hillu í miðjum búöarglugganum. “Jæja,” sagöi Kífi viö sjálfan sig, “nú er eg búinn að selja þaö fyrir sextíu dollara, sem eg keypti fyrir fimtíu, eöa reyndar dálítið minna, af þvi einn dollarinn var frá Chili, og með þessu skal eg þó komast fyrir sann- leikann.” Síðan snýr hann til skips; og er hann lýkur upp kistu sinni sér hann að flaskan liggur niðri í henni, og hafði hún þá verið fljótari í ferðum en hann sjálfur. Maður nokkur var á skipinu, sem Lápaka er nefndur. Hann var mikill vinur ICífa. Hann var nærstaddur þegar Kífi lauk upp kistunni, og af því að hann sá, að Kífa brá nokkuð, er hann leit niður i kistuna, spyr hann hvers vegna liann stari svona niður í hana og hvort nokkuð sé um aö vera. Þeir voru þá staddir tveir einir í framlyfting skipsins, og af því að Lápaka lofaði að þegja um alt, þá trúði Kifi honum og sagöi honum upp alla söguna um flöskuna. “Þetta er kynleg saga,” sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.