Syrpa - 01.09.1913, Page 32

Syrpa - 01.09.1913, Page 32
30 SYRPA sinni um VestfjörSu, var í þeim býsna margt, er hann eigi skildi. En Halli stóö hvergi ráöalaus. Hann neytti þá mælsku sinnar, er þótti vera með afbrygSum. Þuldi hann upp fyrir biskupi langar romsur, þessu og hinu til skýringar er stóð í bókinni. Og var þaS alt svo kýmilega saman sett, aö biskup gat ekki varist hlátri. ÞaS var eitt sinn á heimleiS, aS bisk- up var spurSur aS því, hvernig hon- uni hefSi geSjast aS Tungu-Halli. “Nú, þaS er annaS hvort,” mælti biskup, “aS Tungu-Hallur er sá allra vitlausasti maSur sem til er á Vest- urlandi, eSa hann er sá allra vitrasti, cr eg hefi nokkru sinni hitt fyrir þar um slóSir; eg veit hreint ekki, hvort heldur er.” Á fyrri hluta 19. aldar voru ýmsar ságnir til um Tungu-Hall; en nú munu þær vera allar gleymdar, enda kunna fáir frá aS segja. Margar af þessum sögum voru sérlega einkenni- legar, og lýstu þær sumar lyndisein- kennum mannsins mæta vel, jafn- framt því er þær sýndu hans andlega og líkamlega þroska. Sumar af sögum þessum heyrSi eg í ungdæmi mínu; en nú er svo mikiS gleymsku ryS falliS á þær flestar, aS ekki væri gerlegt aS skrásetja þær. Ekki er mér þaS kunnugt, aS neinn hafi ritað söguþátt af Tungu-Halli, ekki einu sinni Gísli sagnfræSingur KonráSsson, sent þó tíndi alla þá menn upp í syrpur sínar, er aS nokkru var getiS, og vafalaust cru þar margir, er síSur skyldi og ekki eru nándar nærri svo merkilegir menn sem Tungu-Hallur. IÍkki er mér kunnugt um afkom- endur Tungu-Halls, hvort þcir voru nokkrir eSa engir, er á aldur komust. Hitt er vist aS hann átti einn son, er dó á hryggilegasta liátt þá hann var 9 eSa 10 ára gamall, og varS þaS meS þeim hætti, sem hér segir: Halli átti naut eitt mikiS og mann- ýgt, 8 vetra gamalt, og svo ilt viS- fangs, aS þaS hopaSi naumast undan elfdustu karlmönnum. Boli sá gekk ávalt óhindraSur og þótti flestum, er þektu, hinn mesti vandræSa grip- ur; enda heimsókti hann óspart ná- búana og gjörði þeim þungar bú- sifjar á ýmsan hátt. ÞaS er sagt um konu Tungu-Halls, aS hún væri svarri mikill í lund og í mesta máta ónærgætin, enda var sam- búS þeirra hjóna fremur stirS. Mörgum sinnum tók Halli henni stranglegan vara á því, aS láta sig ekki lienda þaS glapræSi, aS senda drenginn móti bolanum, hvernig sem á stæSi, og láta heldur fjanda þann fara sínu fram, ef engir dugandi menn væri lieima viS til aS vísa hon- um frá garSi. Þá kom þaS fyrir dag einn um heyannir. aS Halli þurfti endilega aS beiman til einhverra erinda út í sveit. Iljú voru þá öll á engi og ekki aSr- ir heima viS en konan sjálf og sonur hennar, og svo eitthvaS af gamal- mennum, er til einskis voru fær. Boli kom þá heim aS venju og fór aS róta í heyjum Halls, og þótti hús- freyju liann æriS stórvirkur, en fékk þó eigi aS gjört. f reiði sinn skipaSi hún loks syni sínum aS reka nautiS á brott. Dreng- urinn hlýddi nauSugur, því hann ótt- aSist geSvonzku móSur sinnar. Hann fór og kom eigi aftur. Ekki löngu seinna kom Halli heim, og var þá maSur meS honurn utan af bæjum.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.