Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 53
DRAUMAR
51
sá fyrir endann yzt vi'8 sjóndeildar-
hring; og þar var fylking þessi af-
ar-breiö.
II.
Litlu sí8ar dreymdi mig annan
draum. Eg þóttist vera staddur ein-
hversstaSar um miöbik NorBur Ame-
riku. ÞaS var á sléttlendi einu
miklu, sem eg hefi aldrei séS. Þó
fanst mér þetta helzt vera hér i Can-
ada. Þá sá eg tvö stórfljót; kom
önnur elfan aS vestan frá Kyrrahafi,
en hin aS austan, frá Atlanzsæ.
Fljótin liSu áfram meö alhniklum
hraSa, og er þeim laust saman, varS
af því gnýr mikill..
Munur á stærö elfanna sýndist
ekki vera mikill. Sú, sem aö austan
kom, þó litlu breiSari, en straum-
þungi hennar minni, og hún fór
hægar yfir flatneskjuna. 1 hinu
fljótinu, er aö vestan kom, var
straumharkan afar mikil og valt
fram á brotöldum, enda fór þaS
miklu hraSara yfir landiö en austan-
elfan.
Ekki myndu forfeöur vorirt
hafa veriS í vafa um þýSingu fyrri
draumsins. Allskonar ránfygli, svo
sem hrafnar, valir, ernir og gammar,
voru ávalt óvinafylgjur, og þóttu
boöa komu hermannaliös. sama var
meö birni, ljón og leóparda og önn-
ur slík úargadýr.
Þá eru rekkjurnar rauöu. Ef ó-
vinaher skyldi einhvern tíma sveima
frá Asíu ströndum yfir KyrrahafiS
og taka Vancouver herskildi, er ekki
ólíklegt aö margur landinn legöist til
eilífrar hvíldar í rauöri rekkju —
eSa blóölitaöri gröf. Ekki myndu
þeir fyrstir manna leggja á flótta
af vígvellinum, heldur selja lif sitt
sem dýrustu verSi, aö dæmi feöra
sinna; þeim myndi kippa í kyniö.
ÞaS vona eg aS s'agan sanni, ef til
þess kemur.
HvaS seinni drauminn snertir, þá
bendir hann á þaS sama, þótt stutt-
ur sé.
Eljót þýSir þjóS í fornu líkingar-
máli. Hér ætti þá tveim þjóSum aS
lenda saman í höfuS-orustu einhver-
staSar í miSju landi. Ætli þa'S sé
ómögulegt ?
Mörgum kann a'S þykja þaS ólík-
legt, aö einhverju sinni sjáist bleik-
ir fingur líöa um skrauthallaveggi
hvítu kynslóSarinnar og rita þar
þessi fornu og ægilegu orö, er fyrir
mörgurn öldum voru skráö á gull-
fáSa salsveggi Balthasar konungs
austur í Babýlon: “Þú ert veginn
og léttvægur fundinn.”
En guö er hinn sami i dag og hann
var á dögum Balthasar.
E. S. Wimn.
Skrítlur.
Einu sinni sem oftar haf'ði því verið spáð, að heimurinn ætti að farast tiltekinn dag.
Það var 16. júlí 1816. Þá stóð í blaði daginn áður: Hinum mikla atburði, heimsslitun-
um, hefir verið frestað vikutíma, vegna þess, hve geysileg fyrirhöfn er að undirbúa þau.
Díógenes heimspekingur rakst einu sinni á mann, sem verið var með á leið í fang-
elsi fyrir aö hann hafði stolið einhverju lítilræöi. Hvers vegna varstu svo heimskur,
spyr hanns ökudólginn, að stela ekki svo um munaði? Þá hefðir þtí átt kost á aö snara
ó'ðrnm í fangelsi.