Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 28

Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 28
26 SYRPA og sneiÖ af köku meÖ. Henni varö hið sama að oröi og Dolly: “Þetta er alveg eins og uppáhalds- kökurnar, sem eldamaöurinn okkar býr til heima,” sagöi hún, og hið næma eyra Kristínar gat greint dá- lítinn titring af grátstöfum, sem komu í raustina, er hún sagöi þetta. Hún drakk teiö í snatri og stóö upp. “Þakka yður innilega fyrir,” sagði hún. “Eigum við ekki að vekja Dolly ? Þér viljið sjálfsagt losast við hana.” “Lofið þér henni að vera ögn leng- ur.” Kristinu langaði til að leggja henni ráð, en vissi ekki hvernig hún skyldi fara að því. “Eg vona að þér álítið það ekki of mikla afskiftasemi af mér, þó að eg segi yður, að hún má ckki sofa í köldu herbergi.” Lúcia stokkroðnaði. “Það er ekki hægt annað.” “Hún er miklu veikari en þér gjörið yður í hugarlund,” hélt Kristín áfram. “Eg hefi töluverða þekkingu á aðhjúkrun, og þér megið trúa mér, að------” “Eg ætla að koma henni í rúmið,” greip Lúcía svo snögglega fram í, að Kristínu langaði til að taka ofan í við hana. “Henni batnar i nótt. Eg veit þér meinið ekki annað en gott, en berið engan kvíðboga fyrir henni; það er engin minsta ástæða til þess. Dolly, vaknaðu nú ! Þú verður að fara að hátta. Eg skal lijálpa þér.” Hún sneri sér við i dyrunum og rétti Kristínu hönd sina með svo un- aðsfögru brosi, að það nægði eins og til þess að draga úr þrákelkni hennar. “Eg þakka yður margfaldlega góð- vild yðar. Eg vona, að við fáum að sjá yður bráðum aftur.” “Máske þér viljið gjöra svo vel og drekka te með okkur á morgun?” Dolly sneri sér við, vafði örmunum utan um hálsinn á nýju vinkonunni sinni og kysti hana. Hún var hálf- sofandi þegar hún fór upp stigann til svefnherbergis þeirra. Kristín gekk aftur að arninum. Hún eyddi því sem eftir var af kvöld- inu til bréfaskrifta og svo til þess, að taka upp úr ferðakistum sinum. í svefnherbergi hennar logaði glaðlega í ofninum. Það var bezta herbergið i húsinu og sæmilega búið að hús- gögnum. Hún var seint á fer/i og var alls ekki að hugsa um háttamálin. Hún var kvíðandi út af Dolly. Hvílík tilliugs- un var það ekki, ef hún yrði, eftir að liafa notið gleðinnnar yfir því að hafa fundið þær—, að hverfa lieim aftur til Jóns—án Dolly ! Kvíðinn út af þessu gaf lienni engan frið. Hún hlustaði. Henni fanst sem hún iieyrði þrusk frá herbcrginu við enda gangsins uppi á loftinu. Það var litlu eftir miðnætti að drepið var á dyr hjá Kristínu. Það var Lúcía, í bleikum náttserk og ber- fætt í grunnum kvöldskóm, öldungis yfirkomin af hræðslu og svefnhöfga, sem stóð fyrir framan dyrnar. Var sem hún væri hálftreg og hálfhrædd við að gjöra ónæði. Henni var hug- hægra er hún sá að' Kristín kom í öllum fötunum. “Verið ekki reiðar við mig, þó að eg ónáði yður,” sagði hún. “Eg dirfð- ist þess af þvi að þér voruö svo al- úðleg viö okkur. Dolly er áreiðan- lega veik. Hún lætur svo kynlega, eins og hún þekki mig ekki. Ef til vill vilduð þér vera svo góð, aö ráð- leggja ntér eitthvað.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.