Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 9
í AUSTFJARÐA-ÞOKUNNI 3 Aldrei hef ég komizt i hann krappari en einu sinni á Seyðisfjarðarmynni. Við kottium siglandi á Stóra-bátnum úr há- karlalegu og sáum ekki handaskil allan Flóann fyrir stinnings norðaustan þoku- brælu. En í fjarðarkjaftinum stóð þokan eins og tappi í flösku. Við vorum á hlöðn- um bátnum undir öllum seglum, og þá var nú drjúgur skriður á honum Stóra- Grána, eins og þið kannist viö, piltar. En allt í einu þverstanzaði báturinn, eins og bonum hefði verið gefið á hann. Urn grunn var ekki að ræða. Við vorum hér- umbil miðfjarðar, langt fyrir utan Sléttanessboða. Ég grillti aðeins fram að fremri siglu, en þar fyrir framan var glórulaus, sótsvartur veggur. Sleppti ég þá stýristaumunum og arkaði fram til að athuga þetta nánar. Stóð þá ekki bátur- inn blýfastur og skorðaður í þokunni aftur að framsiglu, hvorki meira né minna. Og fari það grábölvað ef hann hnikaðist, hvernig sem við fórum að! Og þarna sátum við fastir, maður Guðs og lifandi, þangað til snemma morguninn eftir, að heljarmikill engelskur gufu- dampur, sem kom innan frá Búðareyri, i'akst beint framan á trýnið á okkur, og þeytti okkur eins og selaskutli langt aft- ur á bak, svo báturinn tók dýfur og meg- inið af hákarlslifrinni flaut út. En okk- ur lagði samt líkn með þraut. Þar sem gufu-dampurinn hafði ldofið þokuna, stóð nú galopin geil, með snarbröttum veggjum báðum megin. Og nú sigldum við hraðbyi’i inn eftir geilinni, í einni stryklotu alveg inn á Kringlu. En þá hvarf þokan í einu vetfangi, eins og sett hefði verið púðurkerling í endann á henni. Og við sátum undrandi og sigri hrósandi eins og ísraeismenn forðum við Hafið rauða. — Ojá, ég held svo sem að ég kannist við hana Austfjarðaþoku!« Vernharður gamli skyrpti út úr sér tóbakstuggunni í lófa sinn, þuri'kaði sér vandlega um munninn á handarbakinu og glotti. III. Djúpt norðaustur í Plóanum blés strandferðaskipið í sífellu meö stuttu millibili. Það var fullt af farþegum, en flestir þeirra höfðu hörfað ofan undir þiljur. Þokan var of svört og of blaut og of óskemmtileg til þess að vera uppi að óþörfu. Og þeir eru svo sárafáir, sem hafa auga og eyra fyrir töfrum Aust- fjarðaþokunnar. Hinir skilja auðvitað ekkert í hvern fjandann maður sé að glápa út í sót- svartann þokuskrattann, eins og einhver patent-idiot! Þeir sitja niðri í birtu og hlýju. Þar er sungið og spilað og drukkið og rabbað, mestmegnis á lélegri dönsku. Skipið var danskt með allri áhöfn, því þetta var áður en »Fossarnir« fæddust. Og svo var líka fósturland alhnargra þessara ferðamanna »et yndigt Land«, bæði beinlínis og óbeinlínis, en ekki þessi helvítis þokurass yzt úti í hafsauga! — Nei, þá var nú munur að sitja suður við Ermarsund á vetrum og gera bara sínar góðu forretningar á Islandi á sumrin. Ferðast með dönskum skipum, borða danskan mat, — því Islendingar kunna s’gu ekki að búa til ætan mat — drekka danskt ákavíti og danskan bjór — og tala dönsku. Maður gat s’gu verið góður patríót fyrir það! Det manglede s’gu ba,re! — En þetta er kúltúr! Maður verð- ur svei mér að fylgjast með í heims- menningunni, ef maður ætlar ekki sjálf- ur að verða að saltfiski og síld og þorskalýsi hérna uppi í andskotans þok- unni! — Skál fyrir því! — Skál! Feitur og bústinn náungi með skalla stóð upp með erfiðleikum og studdi sig þungt fram á borðið. Hann ætlaði að halda ræðu — en lille Tale — meö TiUa- L

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.