Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 52
Myndirnar.
(Handrit Þorsteins Þorkelssonar).
Þess er getið, að eitthvert sinn sem
oftar vom margir lærisveinar við háskól-
ann í Kaupmannahöfn. Ekki er sagt hve
margir þeirra voru islendingar, en sér-
staklega er eins getið sem var íslenzkur.
Hann var gáfaður, vel ástundunarsamur
og siðgóður, og gaf sig eigi við neinum
solli, en fátækur var hann og þurfti að
fara sparlega með efni sín.
Lærisveinar þeir, sem til eru nefndir,
áttu að vera um hundrað alls. Það var
venja þeirra að vera oft í kosti hjá gest-
gjafa einum ríkum. Einkum gistu þeir
þar alla sunnudaga og mánudagsnætur,
og gekk þeim það mest til þess, að gest-
gjafinn lánaði þeim stúlkur til að sam-
rekkja þeim, en allmikið kostaði stund-
um rekkjuneyti þeirra.
Gestgjafi þessi hafði áttatíu stulkur
undir hendi, og átti myndir af flestum
þeirra, og hafði þær í »kassa« einum, og
lét hann því gesti sína velja sér stúlkum-
ar eftir myndunum.' Og var því svo til-
hagað, að óálitlegustu myndirnar voru
efst í »kassanum«, en fríðari og fríðari
eftir því sem neðar kom og hinar feg-
urstu neðst. Töluvert fé kostaði að fá
sumar stúlkur þessar til hvíluneytis, og
var það þess dýrara sem þær voru fríð-
ari, en ekki er tilgreint ákvæðisvei'ð á
því. Eftir því sem fyrr er um getið, var
íslenzki lærisveinninn mjög félítill, og
gat því ekki fylgst með hinum skólapilt-
unum í svalli þeirra og eyðslusemi. Þeir
sögðu honum oft frá því, hve góðar við-
tökur þeir ætti hjá gestgjafanum, en þó
einkum að því leyti hve skemmtilegt væri
að fá að sofa hjá stúlkunum; og fýstu
þeir hann mjög að fara nú einu sinni
með sér til gestgjafans í sömu erindum,
og var hann mjög tregur til þess; og
kvaðst annað hafa að gera með peninga
sína en eyða þeim að nauðsynjalausu.
Og leið svo fyrsti vetur hans á háskólan-
um, að hann sinnti fortölum þeirra að
engu. En þó fór svo að lokum, að hann
fór eitt sinn með þeim. og í söniu vænd-
um og þeir. Þá er gestgjafinn sér hann,
býður hann hann að vera velkominn og
segist trúa að hann hafi aldrei fyrri
til sín komið. íslendingurinn kveður það
satt vera. Gestgjafinn segist vona að
hann gisti hjá sér um nóttina. Hinn segir
það vera. Gestgjafinn spyr hvort hann
vilji ekki fá stúlku til hvíluneytis eins og
fleiri. fslendingurinn kvað þaö vera
mátulegt, úr því hann hafi komið á ann-
að borð. Gestgjafinn tekur þá upp kassa
»sinn« og fer að sýna honum myndirnar.
Hann tekur fram mynd eftir mynd og
geðjast íslendingnum engin þeirra, þar
til hann tekur upp neðstu myndina; þá
segir íslendingurinn, að hann kjósi þá
stúlku, sem þessi mynd sé af, eða þá að
öðrum kosti enga.
»Það verður nú nokkuð dýrt að sænga
saman við þessa stúlku«, segir gestgjaf-
inn, »því hún hefur aldrei hvílt með
nokkrum manni. »Það er sama«, segir ís-
lendingurinn, »annaðhvort kýs ég hana
eða þá enga«. Kostaði hvíluneyti við
stúlku þessa nálægt 40—50 krónur,1) og'
var það meirihluti peninga þeirra allra,
er íslendingurinn átti og hafði með sér.
Skólapiltarnir voru skyldir að borga
hvílutoll þennan á kvöldin, áður en stúlk-
urnar stigu í rekkju með þeim. En á
morgnana snemma kom gestgjafinn til
þeirra piltanna og tók stúlkurnar frá
þeim, áður en þær risu úr rekkju.
’) Líklega hinar gömlu.