Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 33
POMPEJI 27 Ér fjarlægðin frá fjallinu ekki nema svo sem 8—9 kílómetrar. Allt til hausts- ins 79 e. Kr. var Vesúvíus talinn aö vera útbrunnið eldfjall, því að engar sögur fóru af því, að þar hefði borið á neinum eldsumbrotum. Þó hafði öðru- hvoru orðið vart við landskjálftakippi þar í grennd, og árið 63 e. Kr. kvað svo mikið að þeirn, að nokkur hús höfðu hrunið í Pompeji. Menn uggðu þó ekki að sér og datt sízt í hug, að nokkur hætta stafaði af fjallinu. í hlíðum þess stóðu skrautlegir sumarbústaðir róm- verskra höfðingja, og vín var yrkt þar í brekkunum allt upp undir brún. Uppi á fjallinu var ekki annað að sjá en geysi- stóra, kringlótta dæld, og gat þar eng- inn jurtagróður þrifizt vegna þurrks. Svo var það seint um haustið árið 79 e. Kr., líklega 23. dag nóvembermánaöar, að Vesúvíus tók allt í einu að gjósa, og það svo ákaft, að borgirnar Pompeji, Herculanum, Stabiæ og ýmsir smábæir í grennd við fjallið huldust á fám dögum algerlega hrauni, vikri og ösku. Þessum stórkostlega atburði hefur rómverski rit- höfundurinn Plinius yngri lýst nákvæm- lega, og eru allar sögur um eldgosið og eyðingu borganna hafðar eftir honum. Var hann viðstaddur gosið og tók greini- lega eftir öllum atburðum. Dagana á undan gosinu hafði borið á nokkrum landskjálftakippum, svo að nokkur uggur var í mönnum; sumir höfðu þótzt verða varir við stórar vofur eða svipi á flökti í kringum fjallið, jafnvel urn hábjartann daginn. Allt í einu heyrðust ógurlegar dunur og dynkir; gufa, aska og vikur spratt upp úr kolli fjallsins og eftir há- degið stóð geysihár, lóðréttur gosstrók- urinn hátt í loft upp, breiddi úr sér og iagðist smásaman yfir nærliggjandi sveitir; það dimmdi í lofti og tók að rigna glóandi vikurmolum yfir borgina, en öðru hvoru kipptist jörðin af lands- skjálfta. íbúar Pompej i-borgar, sem áætlað er að hafi verið 20—30 þúsundir, flýðu flestir borgina þegar í byrjun gossins. Tóku þeir hesta sína og vagna, sem þá áttu, gripu með sér peninga, skartgripi og annað það, sem þeirn var sárast um, og flýðu til strandai’ í dauðans ofboði. Til allrar hamingju voru þar fyrir mörg skip, sem gátu borgið flóttamönnunum til fjarlægari staða. Aðrir ráfuðu um í ráðleysu, yfir sig komnir af skelfingu og héldu þakhellum eða koddum yfir höfði sér til þess að skýla sér fyrir eld- regninu. Þeir voru sifellt að kalla á vini og vandamenn í hálfdimmunni, á milli þess sem þeir ákölluðu goðin eöa hétust við þau og kváðu heimsendi vera kom- inn. En flestir björguðust þó að lokum til fjarlægari sveita, hraktir og hungrað- ir, sviðnir af eldregninu og allslausir. —- Þrátt fyrr þetta urðu þó nokkrir íbúanna eftir í borginni, sumir af eigin vilja, en aðrir nauðugir. Áætlað er, að 2—3 þús- und manna hafi farizt, eða sem svarar tíundi hver maður. Bar ýmislegt til þess. Sumir þóttust ekki mega skilja við heimili sín í óreiðu og þraukuðu þai*, þangað til öll bjargarvon var úti; voru það helzt þrælarnir. Aðrir bjuggust við að eldhríðin mundi réna þá og þegar, töldu sér borgnara inni en úti og dokuðu við, þangað til allt var orðið um seinan. En auk þessa voru margir, sem lokuðust inni í húsunum við það að dyr og gangar hrundu saman eða fylltust af vikri. Stöðugt skefldi vikrinum niður á göt- um og torgum borgarinnar og rigndi ;inn um loftop húsanna, þangað sem flest fólkið hafði leitað. Vegna hitans afldæddist það svo sem það gat og vafði flíkunum fyrir vitin, því að vikurinn var snarpheitur og lagði af honurii svo- 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.