Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 20
14
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
inn var næstum því ládauður, en hæg
undiralda minnti þá annað slagið á, að
þeir væru langt úti á liafi, en ekki í
neinni vík eða sundi.
— Ég mundi ekki slá hendinni á móti
vatnssopa, sagði Leslie, sem nú var mik-
ið að ná sér; hann tók að finna til brenn-
andi þorsta af öllu salta vatninu, sem
ofan í hann hafði farið.
— Það mundi ég ekki heldur gera,
samsinnti Guy. Ég vildi óska, að ég hefði
ekki verið að fást við saltket skipstjór-
ans. Það er það, sem veldur því.
— Já, kannske hjá þér. En mér finnst
ég hljóti að hafa gleypt marga potta af
saltvatni. En hvað er þetta þarna?
Hann benti á mjóa stöng, sem hófst
og hneig á að gizka þrjátíu metra frá
þessu óhentuga farartæki þeirra.
Án þess að svara, settist Guy klofvega
á gluggabrúnina, og lét sig síðan renna
niður í sjóinn. Hann synti sterklega að
hinni fljótandi stöng og sneri við með
hana sigri hrósandi.
— Það er krókstjaki, tilkynnti hann.
Það er málmurinn, sem heldur honum í
lóðréttri stöðu. Við bindum skvrtu við
hann og reisum hann upp sem neyðar-
merki. Það mun frekar vekja eftirtekt
hjá skipunum.
Fyrri hluta dags komu drengirnir auga
á reyk frá mörgum skipum langt burtu.
En ekkert þeii'ra tók eftir neyðarmerk-
inu.
Síðdegis komu þeir ekki auga á neitt
skip. Hitinn var lamandi, því að sólskin-
ið var svo sterkt, að það glitraði í velt-
andi gufuskýjum á haffletinum. Allar
líkur bentu til þess, að vænta mætti
nýrrar þoku með nóttinni.
Drengirnir tóku nú báðir að kenna
áhrifanna af langvarandi hungri og
þorsta. Þá fór að verkja í hálsinn og
tungur þeirra bó'lgnuðu, svo að þeim
varð örðugra um andardrátt og mál.
— Sérðu nokkuð? spurði Leslie effjr-
langa þögn.
— Nei.
— Ef ekki verður einhver til að sjá
okkur mjög bráðlega, þá fer þetta ekki
að verða neitt þægilegt fyrir okkur.
— Það eru aðeins fáar klukkustundii-
liðnar ennþá. Ég hef heyrt um menn,
sem hafa lifað dögum saman matarlaus-
ir á timburfleka.
— Ég hefði ekki trúað því að Norður-
sjórinn væri svona eyðilegur, sagði Leslie.
— Það hlýtur einhver að fara þessa
leið, svaraði félagi hans glaðlega. Fáðu
þér nú blund snöggvast; ég skal vera á
verði um tíma.
— Þetta er einkennilegur bátur, sagði
Leslie syfjulega. Hann lá í gluggabotnin-
um og horfði út um glerflögurnar á
vatnsborðið fyrir utan, sem var allmörg-
um þumlungum hærra en höfuð hans.
Guy svaraði ekki. Hann athugaði sjón-
arsviðið gaumgæfilega.
— Þarna er skip, sýnist mér, hrópaðí
hann nokkru síðar.
— Hvar? spurði Leslie dauflega.
— Þarna! Það stefnir beint á okkur,
svaraði Guy.
— Nei, ég sé ekki neitt skip.
— Sérðu það ekki? Þú hlýtur að vera
staurblindur. Ég sé seglin greinilega.
Leslie leit aftur í þá átt, sem félagi
hans benti honum. Hann gat ekki komið
auga á neitt annað en himin og haf. Þá
varð hann skyndilega lostinn ótta. Kann-
ske hitinn og erfiðið hefðu reynt um of
á heila félaga hans.
— Þú hefur víst rétt fyrir þér, sagði
hann. Ég get bara ekki séð það ennþá.
En segðu mér til, þegar það kemur nær.
Leslie var nú glaðvakandi. Hann sett-
ist upp, lét herðamar falla upp að
gluggabníninni, og virti vin sinn vand-
lega fyrir sér.