Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 40
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR (Pyrus malus) eiga allar tegundir og af- brigði garðeplanna rót sína að í-ekja, en þau eru nú talin yfir 600. Apaldurimi telst til sömu ættar og reyniviður, enda er aldingerð þeirra hin sama, er sú ætt náskyld rósaætthmi og jafnvel talin deild af henni af sumum höfundum. Eplarækt er ævagömul. Staurabýla- frumbyggjar Evrópu höfðu komizt upp á að rækta epli, og meðal Grikkja og Rómverja hinna fornu var eplarækt kom- in á allhátt stig. Eplaafbrigðin eru mjög ólík innbyrðis, bæði að útliti og eigin- leikum. Þannig er mikill munur á geymsluþoli aldinanna. Sumar tegundir er nær ókleift að geyma, aðrar haldast óskemmdar allan veturinn og jafnvel lengur. Er það atriði mjög mikilvægt fyrir eplaræktina, því að ekkert annað safaaldin þolir slíka geymslu. Af þessari ástæðu er það meðal annars, að eplati’éð er meðal hinna algengustu aldintrjáa, og epli ganga mjög í heimsverzluninni. Þar við bætist og sá kostur, að eplatréð er kröfuminna um hita en flest önnur aldintré. Er það tvímælalaust mikilvæg- asta aldintré tempruðu landanna. Sér- staklega er mikið ræktað af eplum í N orður-Ameríku, einkum Kaliforníu. Epli eru nærandi og holl aldin. Þau inni- halda nálega 8% af sykri og 0,39% köfn- unarefnasambönd. Eplin eta menn bæði hrá, soðin og þurrkuð. úr safanum gera menn eplavín (Cider). Viður eplatrésins er einnig notaður í ýmsa skrautmuni. 'Náskylt eplatrénu er perutréð (Pyrus communis). Af því eru til margar teg- undir og afbrigði, sem eiga kyn sitt að rekja til ýmissa villitrjáa, er vaxa víða um lönd. Eitt hið merkasta þeirra á heima í Mið-Asíu. Perur hafa verið rækt- aðar frá ómunatíð og eru nú ræktaðar viðsvegar um tempruðu beltin líkt og eplin. í Noregi þrífast þær norður á 64° n. br. Beztu tegundimar eru frá Frakk- landi, Kaliforniu og Suður-Afríku. Perur eru notaðar á sama hátt og epli, þó eru þær sjaldan þurrkaðar, enda er slíkt tor- velt. Þær þola geymslu miklu ver en epli og ganga því minna í verzlun milli landa. Að næringargildi eru þær fremri eplum, því að sykurmagn þeirra er meira, og þær eru einnig ljúffengari en epli. Viður perutrésins er mikið notaður til ýmissa skrautsmíða. c. Plóma eða sveskja (Prunus domestica). Plóman er af ætt náskyldri apaldurs- ættinni. Plómutréð er smávaxið, oft runnkennt með hvítum blómum og stein- aldinum. Heimkynni þess er um vestan- verða Asíu, og hefir það breiðst út það- an endur fyrir löngu. Að vísu er hér um að ræða tvær náskyldar tegundir, sem öll hin ræktuðu afbrigði eru komin af. Þegar í fornöld voru plómur alþekkt ald- in. Þannig getur Plinius um mörg af- brigði þeirra, voru plómur frá Damaskus mjög nafnkenndar í þann tíma. Plóm- anna er ýmist neytt hrárra eða þurrk- aðra. Eitt afbrigðanna er sveskjan, henn- ar er ætíð neytt þurrkaðrar. Er hún all- nærandi, enda er sykurmagn þurrkaðra sveskja um 44%. Þær eru víða allmikil- væg verzlunarvara. Plómur eru ræktaðar víða um Evrópu, einkum í Frakklandi. Náskyld plómutrénu eru kirsiberjatréð, abricosutréð og ferskjutréð. Eru aldin þeirra allra vel kunn hér á landi og flytj- ast hingað bæði niðursoðin og þurrkuð. Hafa þau öll verið ræktuð frá ómunatíð og eru mikilvægar framleiðsluvörur landa þeirra, er þau þrífast í, einkum abricosur og ferskjur. Allar þessar teg- undir bera þroskuð aldin um sunnanverð Norðurlönd. c. GuUepli og glóaldin. Bæði þessi aldintré eru af sömu ætt, cjullaldinaættinni, eru þau af sömu ætt-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.