Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Page 47
NYTJAJURTIR
41
að svefninn sé eðlilegt þreytuástand heil-
ans eftir langan starfstíma, en í því sam-
bandi gleymist oft að geta þess, að slíkt
er algerlega einstætt fyrir heilann, af líf-
færum vorum þarf ekkert svo langa
hvíld. Ýmsar taugastöðvar vinna hvildar-
laust allan sólarhringinn, og hægt er að
láta vöðva starfa án hvíldar, ef vinnu-
hraði þeirra er aðeins hæfilega ákveðinn.
Þess er og að minnast, að þreytukennd
sú, er vér vanalega eignum vöðvunum, er
i raun réttri ekki í þeim, heldur í tauga-
stöðvum þeim, er vöðvunum stjórna. Það
er því á engan hátt hægt að fullyrða að
það sé eins auðsætt, að vér þurfum að
sofa eins og að vér þörfnumst fæðu og
andrúmslofts. Spurningunni, hvers vegna
svefninn sé nauðsynlegur er því enn ó-
svarað með þeim rökum, sem fullnægj-
andi eru.
Þá skal að lokum skýrt frá sjónarmið-
um lífeðlisfræðinga nútímans um eðli
svefnsins. Það er kunnugt að taugafrum-
umar geta sent frá sér boð, er vekja aðr-
ar taugafrumur til starfa, en þær geta
einnig sent boð til frumna um að hætta
starfi. Slík hindrandi starfsemi þekkist
víða í taugakerfinu. Skoðun manna er
því sú, að svefninn stafi af slíku hindr-
andi starfi ýmissa hinna æðri fruma í
stóraheilanum. Hindranir þessar geta
komið fram með ýmsu móti. Það hefur
tekizt að finna í miðhlutum heilans
taugastöðvar, sem senda hindrunarboð til
ýmissa annarra frumna í stóra heilanum.
Við utanaðkomandi áhrif eða sjúkdóma í
umræddum heilahlutum, verður því ann-
aðhvort, að hann sendir óaflátanleg
hindrunarboð, svo að einstaklingurinn,
sem sýkzt hefur fellur í svefn, sem enzt
getur ánim saman, eða ef heilahluti þessi
eyðileggst t. d. af skotsárum, þá getur
maðurinn ekki sofnað á eðlilegan hátt,
því að hindrunarstöðin er úr sögunni.
Ðæmi þessa þekkjast úr stríðinu, þar
sem skotsár hafa valdið því, að menn
ekki gátu sofnað árum saman. Þessi til-
gáta um að svefninn stafi aðeins af
hindrandi taugastöð í heilanum, virðist
hafa opnað ýms ný sjónarmið í sambandi
þar við. Með þessu móti verða skýrð þau
tilfelli, þegar svefninn ræður ekki nema
að nokkru leyti yfir líkamanum. Má í því
sambandi benda á svefngöngur og svefn-
tal. Þá vinna menn störf, sem þeim er
algerlega ókleift í venjulegum svefni.
Svefnhindrunin nær þá ekki til þeirra
líffæra, sem framkvæma hreyfinguna. Þá
er og kunnugt, að margir menn sofa
vært, hverskonar hávaði sem er í kring-
um þá, að ef til vill einu hljóði undan-
teknu. Þau hljóðáhrif ein geta náð vit-
und þeirra. Eitt hið kunnasta dæmi í
þessu efni, er móðirin, sem sefur vært,
enda þótt hátt sé haft í kringum hana,
en hrekkur upp við minnsta hljóð eða
hreyfingu barns síns. Hér hugsum vér
oss að hindrunaráhrifin, sem flestar eða
allar frumur stóra heilans eru undir-
orpnar.í venjulegum svefni, nái ekki til
nokkurra frumna, sem síðan reynast eins
konar viðtæki einmitt þeirra áhrifa, sem
um er að ræða í hvert skipti, í hinu urn-
rædda dæmi hljóðsins frá barninu. Þá
hafa og nýjustu rannsóknir leitt í ljós
ýmislegt, er bendir til þess, að svefn-
frumurnar í miðheilanum sendi frá sér
hindrunarboð vegna þess, að þær verði
fyrir áhrifum áf kirtilsafa heiladinguls-
ins. í kirtilsafa þessum hefir meðal ann-
arra efna fundizt bróm.
Vér verðum því að líta á svefninn sem
starfsemi taugakerfisins. Vér vitum að
hann er oss nauðsynlegur, enda þótt ekki
sé auðsætt hvers vegna svo er. Hitt er
einnig víst, að svefninn er fyrirbrigði,
sem verður því nauðsynlegra á því hærra
andlegu þróunarstigi, sem lífveran stend-
ur. —
Steindór Steindórsson frá Hlöðum,
6
L