Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Page 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Page 44
Um eðli svefnsins. Grein sú, sem hér birtist, er útdráttur úr alllangri ritgerð, er út kom í tímaritinu »Na- turens Verden« síðastl. ár. Riti því stjóma ýmsir helztu náttúrufræðingar Dana, en aðalrit- stjóri er Rich. Ege, prófessor í lífeðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Prófessor Ege er kunnur vísindamaður og hefur ritað margt um líffræðileg efni, bæði vísindarit og fyrir alþýðu manna. Hygg' ég að mörgum muni þykja fróð- legt, að vita, hver er skoðun vísindamanna á eðli svefnsins. Að vísu hefði verið æskilegt að þýða greinina í heild, en til þess var hún of löng fyrir rúm það, er N. Kv. hafa yfir að ráða. — í lífi allra ntanna og flestra hinna full- komnari dýra, skiptast á svefn og vaka, næstum eins reglubundið og dagur og nótt. Svo er talið, að vér menn sofum a. m. k. þriðjung æfi vorrar. Þegar á það er litið, þótt eigi sé tekið tillit til annars, ætti það að vera ljóst, að ómaksins sé vert að vita eitthvað um eðli svefnsins. Hér ver'ður einkum gerð grein fyrir hon- um frá sjónarmiði lífeðíisfræðinnar, og borið saman ástand líkamans í svefni og vöku. Þá verður og þess getið, hvað svefninn er í raun og veru, og hví hann er svo lífsnauðsynlegur manninum, sem raun virðist bera vitni um. Því miður verður greinargerð hinna tveggja síðar- nefndu atriða miklu gloppóttari en æski- legt væri, og ótal spurningum, sem marg- ir kynnu að óska svars við, ósvarað. Hér verður ekki um það rætt, hve mikið menn skulu sofa, eða á hverjum tíma sólar- hringsins, né hverjar afleiðingar það hef- ur fyrir líkamann að brjóta boðorð svefnsins. Fyrst skulum vér þá athuga, hverjar breytingar verða á störfum líkama vors meðan vér sofum. Verður það í styztu máli sagt, að á þeim hægir öllum saman. Hjartað slær hægar, blóðþrýstingur minnkar, andardrátturinn verður hægari og dýpri en í vökunni. Vökvaframleiðsla ýmissa kirtla minnkar, vöðvar verða slappir og líkamshitinn lækkar. Eitt hið merkilegasta er þó, að samband vitundar vorrar við umheiminn er rofið. Áhrif þau, er skilningarvit vor verða fyrir, berast ekki til þeirra stöðva í heilanum, sem stjórna meðvitund voi’ri. Meðvitund vor liggur sem í dái, og vér framkvæm- um engar sjálfráðar hreyfingar. Undir- vitund vor og ósjálfráð lífsstörf halda samt áfrarn litt trufluð, en þó með þeim breytingum, sem fyrr er getið. Næst liggur þá fyrir að athuga, hyerj- ar af breytingum þeim, sem þegar er getið, eru beinlínis afleiðingar svefnsins sjálfs, en ekki hvíldar þeirrar, sem hon- um er samfara. Þegar nánax- er aðgætt, sést, að munur lífsstarfanna í svefni og vöku með fullkominni hvíld, er ekki nærri eins mikill og hér er talið, þegar miðað er við starfandi líkanxa. Þó ei’u nokkrar þær breytingar, sem hiklaust má telja, að stafi frá svefninum en ekki hvíldinni. Má þar í fremstu röð nefna ýrnsa kirtlástarfsemi. Þannig starfa nýr- un miklu minna í svefni en vöku, og verður því þvagframleiðsla líkamans fremur lítil meðan sofið er. En greini-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.