Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 53
MYNDIRNAR 47 Nú er skólapiltintím íslenzka vísaö á herbergi, og er þar eitt rúm, boi'ð og stóll. Hann fer úr yfirhöfn sinni og heng- ir hana; upp og sezt á Stólinn. Að litlum tíma liðnum kemur stúlka í herbergið og þekkir hann skjótt, að það er sú hin sama, er hann sá myndina af. Hann heils- ar henni kurteislega og segist vona að hún sé stúlkan, sem eigi að sænga með sér í nótt. Hún segist vænta að svo muni vera. »En þótt ég sé yður ókunnug«, seg- ir hún, »vildi ég mega biðja yður bænar«. »Hvað er það«, segir hann. »Það er sú bæn«, segir hún, »að leysa mig frá því skilyrði að þurfa að sænga með yður í nótt«. »Mér varð nú þetta fyrirheit full- keypt, og þykir því leiðinlegt að láta það svona fljótt dragast úr hendi mér aftur«, svarar hann. »Það mun satt vera«, segir hún, »og þekkið þér mig ekki og getið því ekki borið fyllilegt traust til mín, að ég láti yður fá peningana aftur seinna, þar eð ég hef þá eigi nú við hendina«. Hann svarar engu, stendur á fætur og gengur um gólf litla stund en segir síðan: »Þér skuluð að öllu leyti vera frjálsar frá minni hálfu«. Býst hann síðan til að fara í yfirhöfn sína og rýma herbergið. En þá segir hún: »Ég kann yður miklav þakkir fyrir góðvilja yðar, hvenær sem Jaunað verður. En verið hér kyrr í sæng- urherberginu, því ég þarf að finna yður hér snemnia í fyrramálið. Og ég get feng- ið mér hæli annarstaðar«. Að því búnu fei: stúlkan burt, en skólapilturinn leggst til hvíldar, en sefur lítið um nóttina og var að hugsa um æfintýri sitt. Um aftur- éldingu kemur stúlkan aftur í herbergið og vekur skólapiltinn og segir, að hann skuli standa á fætur hið skjótasta og fara með sér. Hann gerir. það og komast þau út um bakdyr hússins, út á stræti borgarinnar. Þau ganga hratt og fara fram hjá mörgum húsum, þar til þau koma að stórhýsi einu skrautlegu mjög. Þar gengur yngismærin að bakdyrum hússins, og klappar þar að glugga einum. Innan stundar kémur þar út þerna nokk- ur, en júngfrúin gengur í húsið og segir skólapiltinum að bíða við gluggann litla stund. Hann gerir það og þá er stund leið, kemur júngfrúin að glugganum og kastar út bréfi, peningaböggli og fata- böggli. Hann opnar bréfið hið bráðasta, og er það frá júngfrúnni, og ávarpar hún hann mjög þakklátlega og kveðst nú senda honum aftur peninga hans og var það hálfu meira en hann kostaði til. Þar með segist hún og gefa honum skóla- pilta-fatnað, en biður hann fyrir alla muni að láta engan vita af viðskiptum þeirra. Það ríði sér á miklu. Hún segir, að hann skuli hraða för sinni heim til skólans, sem hann megi frekast, og koma ekki við hjá gestgjafanum. íslendingur- inn beið nú ekki boðanna; hann tók á rás og hélt heim í skólann hið fljótasta. Var hann búinn að lesa góða stund, þá er hinir skólapiltarnir komu. Þeir spyrja hann, því hann hafi eigi beðið eftir þeim. Hann segist ekki hafa getað sofið um nóttina. Hann hafi verið að hugsa um þá glópsku sína, að fleygja peningum sínum út í þennan óþarfa, eiris og hann hafi gert. En sig skuli varla henda það oftar. »Gestgjafanum þótti miður, er þú varst allur horfinn á burt, er hann kom á fæt- ur í morgun«, segja þeir. »Það verður nú að sitja við það fyrst um sinn«, segir fs- lendingurinn. Nú liðu svo tvö ár frá þessum atburði, að ekkert bar til tíðinda. Þá var það einn góðan veðurdag seint um vorið, að bæði I'slendingurinn og fleiri sveinar við há- skólann voru búnir að afljúka námi sínu og gengu því undir próf. En meðan á prófinu stóð, kom smásveinn einn, skrautlega búinn, að sal þeim, er prófið var haldið í, og beiddist þar inngöngu. Hann var með »heimboðsskírteini« frá.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.