Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Page 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Page 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR .sjórinn freyddi um hinar sterku skrúfur, og skipið mjakaðist áfram eina fimmtíu metra. Þá féll skipið skyndilega að fram- anverðu og skreið því næst hratt út á djúpan sjó. — Sjáðu þarna! hrópaði Guy til félaga síns, þegar »PoIarity« fjarlægðist hinn hættulega jaka. Hann benti á syllu í jakanum fullum hundrað fetum yfir sjó. Þar upp stóð stór hvítabjörn með útsperrta hramma og framteygðan háls, stífur eins og myndastytta. — Hann er dauður, sagði Leslie. Kal- inn til bana, að því er virðist, Ég hefði haft gaman af að vita, hvernig hann hef- ir komizt upp í jakann. — Vertu rólegur. Hann er ekki dauð- ur, sagði vinur hans. Þú getur... Aðvörunaróp frá einum skipverjanum stöðvaði hann í setningunni. Jakinn mikli var að velta. Hægt og hægt tók hinn tröllaukni haf- isjaki að hallast. Skipið var enn í hættu, því að enn var ekki næsta mikil fjarlægð milli þess og ísjakans. Drengirnir gátu séð hvítabjörninn stökkva upp eftir ísfletinum, sem áður hafði verið því nær láréttur, en varð nú æ brattari. Það gekk vel nokkurn spöl. En svo tóku hinir sterku hrammar að renna til. Dýrið barðist árangurslaust við að ná fótfestu. Það rann aftur á bak og slengd- ist yfir brúnina á hinum veltandi ísjaka. Það hvarf fljótt í löðurhvítar, ólgandi öldurnar. Hávaðinn frá hrynjandi jakanum .óx, þangað til hann líktist þrumugný, og sjórinn hófst í stórum öldum. »Polarity« var næstum því komin út úr hættubeltinu, þegar jakinn valt. — Haldið ykkui' vel, þiltar, grenjaði Stormleigh skipstjóri. En rödd hans heyrðist ekki, sakir hins gríðarlega hávaða. Þrátt fyrir það héldu allir sér í eitthvað, hver sem betur gat, þegar stór flóðbylgja skolaðist yfir aft- urenda skipsins. Leslie og Guy, sem héldu sér í borð- stokkinn, álitu báðir, að nú væri úti um »PoIarity«. Þeir voru grafnir í tíu feta háa öldu, og vissu því ekki, hvort skipið var að sökkva eða hvað var að gerast. Báðir drengirnir fylltust sterkri löngun til að sleppa takinu og synda upp á yfirborðið. Kalt vatnið olli þeim ósegjanlegum sárs- auka. Vatnið, sem skolazt hafði yfir þá, fjar- aði samt mjög skyndilega, þegar »Pola- rity« varð laus við flóðbylgjuna. Á hléborða streymdi vatnið í stríðum straumum út um akkerisskeiðarnar, þar sem fimm eða sex skipverjar lágu og brutust um. Tveir bátar höfðu mölbrotn- að. Á eftir stóru öldunni komu aðrar minni; en þó að »Polarity« kastaðist til eins og korkur, slettist aðeins lítill sjór yfir borðstokkana. — Fór nokkur útbyrðis? hrópaði Stormleigh skipstjóri, þegar mesta hætt- an var afstaðin. — Nei, skipstjóri, svaraði Travers. Bill Smith hefur lærbrotnað, en annars eru aðeins fá minni meiðsli. — Þá höfum við sloppið vel út úr þessu, sagði skipstjórinn. Þökk sé hinni náðugu forsjón. — Það höfum við, sagði Ranvorth líka, og um leið og hann hneppti upp loðkápu sinni og leit á úrið, bætti hann við: — Og sex dýrmætir klukkutímar hafa. glatazt.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.