Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 27
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU 21 förum aftur í sömu stefnu og við kom- um, hvernig' getur það þá verið, að við rákumst ekki á þenna jaka fyrr? —Það veit ég ekki, svaraði Storm- leigh skipstjóri stutt. öll athygli hans var bundin við hættuna, er vofði yfir : skipinu. Skipið þokaðist hægt áfram, í þetta skipti í boga á stjórnborða. Firnrn mín- útum síðar heyrðist aðvörunaróp: — Jaki fram undan! »Polarity« hafði reynt þrjár mismun- andi stefnur, en í hvert skipti hafði skip- ið rekizt á ís. Það var auðsýnilega komið í gildru. — Travers! hrópaði skipstjórinn. — Já, skipstjóri! — út með sökkuna! — Já, skipstjóri! Sakkan kenndi botns á sex föðmum. — Hver skrambinn! hrópaði Travers. Það ættu að minnsta kosti að vera sex hundruð faðmar. — Hvernig stendur á þessu? spurði Ranworth. — Sjálfsagt þannig, að við erum inni í jaka, svaraði Stormleigh skipstjóri ró- lega. Nú, þegar skipið lá um kyrrt, var hann ekki lengur eins kvíðandi. — Reynum að komast út — ef við getum, svaraði skipstjórinn. Ef mér ekki skjátlast stórlega... Orð hans voru stöðvuð af lágu, skrölt- andi hljóði, sem fljótt hækkaði og varð að drynjandi þrumugný. Hér um bil sam- tímis fór sjórinn að freyða og ólga. Það mátti greinilega finna kipp undir skips- kilinum. — Jakinn hrynur, sagði Stormleigh skipstjóri svo rólega, sem honum var unnt, þótt hann yrði óttasleginn. Hann rinn skildi hættuna. »Polarity« var stödd inni í jaka, sem var kominn að hnrni. Hver mínúta var dýrmæt, og hann varð óðar að finna upp ráð til að bjarga skip- inu úr hættunni. Þá létti þokunni skyndilega, og ugg- vænleg sjón mætti augurn drengjanna. »Polarity« var raunverulega stödd inni í heljarmiklum jaka. Á allar hliðar teygði sig samanhangandi ísveggur um 800 fet í loft upp. Drengirnir gátu nú séð opið, sem skip- ið hafði af tilviljun komizt inn um, — gjá, sem var nálega hundrað metra breið og sjötíu og fimm metra há. Það var þessi hluti jakans, sem nú virtist ætla að hrynja. Ægilegt brak gaf enn til kynna, að nýtt hrun hefði orðið. Sjórinn í gjánni ólgaði stórkostlega, þegar hinn mikli jaki ruggaði. óttast mátti að »Polarity« gæti kastast upp að hrufóttum ísveggnum. Stormleigh skipstjóri sá einn mögu- leika og tók hann. Eina björgunarvonin hans var að fá hraða á skipð og stýra að gjánni. Hann gaf skipanir sínar, og vélarnar tóku að ganga með hægð. Skipið rann hóglega út að gjánni. Sá möguleiki var til, að jakinn hefði nú breytzt svo, að sjórinn væri ekki nógu djúpur yfir »þröskuldinum« í gjánni, og kæmi það fyrir, yrði skipinu ekki útkomu auðið. Leslie og Guy stóð á öndinni af eftir- væntingu, þegar skipið nálgaðist gjána. Hvernig mundi þetta ganga? Mundi þeim heppnast aö sleppa út? Allt í einu nuggaðist kjölurinn við ís- botninn, en »Polarity« skreið stöðugt á- fram. ísinn virtist láta undan hinum sterku skipskinnungum; en það leið ekki á löngu, þar til gufuskipið stanzaði ná^- lega alveg. Stormleigh skipstjóri vissi vel, að ef skipið staðnæmdist algjörlega, myndi það aldrei losna af sjálfsdáðum. Hann setti því vélamar á fulla ferð áfram. Vélar »Polarity« unnu af allri orku,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.