Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 36
Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Nytjajurtir. (Framh.). 3. Grænmeti. Til þessa flokks matjurta tel ég allar þær, sem af eru notaðir Ijóssprotar, blöð og stöngull. Af öllum þeim er þó ekki hægt að telja hér nema fáar einar. a. Kál (Brassica oleracea). Kál er samnefni fjölda margra mat- jurta, sem allar eiga rót sína að rekja til sömu tegundar, villikálsins, sem vex víða við strendur Suður- og Vestur-Evr- ópu, allt norður til Danmerkur. Villikál- ið er af krossblómaættinni, eins og gul- rófan. Eru þetta náskyldar tegundir og í mörgu líkar. Þær eru báðar tvíærar, en þar sem gulrófa safnar næringarforða sínum í rótina, safnar villikálið honum í ofanjarðai'hluta sína, stöngul og blöð. Villikálið er stórvaxin jurt, sem oft verð- ur um metra á hæð. Kál hefir verið tekið afarsnemma til ræktunar. Er ætlun manna að það sé orðið um 4000 ára gamalt sem yrki- planta. Það er því eigi að undra, þótt fram séu komin af því mörg afbrigði, og þau næsta sundurleit. Flest hafa þau þó skapazt á síðustu öld, þegar garð- yrkjumennirnir höfðu lært aðferðir til kynblöndunar og úrvals. Eru afbrigði þess eða undirtegundir taldar nokkuð á annað hundrað. Afbrigðunum er skipað niður í fjóra aðalflokka: blaökál, höfða- kál, hnúðkál og blómkál. Skal hér lítil- lega minnst á hin helztu afbrigði hvers fokks. Bluðkálið er skyldast og minnst frá- brugðið villikálinu. Merkast af afbrigð- um þess er grænkál, sem ræktað er víða um lönd vegna blaðanna, sem eru stór- vaxin og holl og ljúffeng fæða. Græn- kálið er harðgerð jurt, sem kleift er að rækta allt norður á Grænland. Hér á landi vex það vel, en er ræktað minna en skyldi. Sum tilbrigði grænkálsins eru ræktuð til skrauts vegna hinna fagur- grænu, hrokknu blaða. Skylt grænkáli er hið svonefnda Jersey-kál. Verður þaö 5 metrar á hæð og stonglar þess svo sterkir, að liægt er að nota þá í girðing- ar. Vex það á eyjunum Jersey og Gu- ernsey í Ermarsundi. Af höfðakálinu eru lwítkál og rauðk'd merkust. Blöð þeirra vaxa svo þétt sam- an, að þau skapa höfuð, sem oft verða allstór. Káltegundir þessar eru ræktaðar allmjög um Norðurlönd og Mið-Evrópu og hefur svo verið ævalengi. Vel má tak- ast að rækta þær hér á landi, enda þó vandfarnara sé með þær en grænkálið. Af lmúðkálinu mun Savoy-kál vera hið eina afbrigði, sem kleift er að rækta hér. Það líkist nokkuð hvítkáli, en höf- uðin eru minni, lausari og grænleit. Blómkálið er nokkuð fi'ábrugðið hin- um tegundunum. Hið æta »höfuð« þess er ekki samanþjöppuð blöð, heldur van- skapaðir blómstönglar og blómskipunar- leggir. Eru þeir sem kunnugt er, eitt hið ljúffengasta kálmeti. óvíst er hvenær ræktun blómkáls hófst, en svo mikið er víst, að það er fyrst á síðari árum, sem það verður útbreitt um Evrópu. Blóm-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.