Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 11
í AUSTFJARÐA-ÞOKUNNI
5
— Ha — ætlarð’ ekk’ að gefa mér í nefeð,
helvídes hrossleggörenn dinn! — Éttu
sjálfan an’skodan uppúr súrö! — Hver
heldördö kære seg um þennan bölvaðan
hundaskítsóþverran dinn! — Étt’ann
sjálför og stand’ann í dér að eilífö —
ammen!
Síðan er drukkin sáttaskál til eilífs
friðar, innsigluð með ótal kossum. Þá
hanga karlarnir saman á kjöftunum heil-
langa stund eins og naglbítar.
Meðfram stjórnborðshlið skipsins er
festin ein óslitin, sameiginleg flatsæng,
full af kvenfólki og sjóveiki og brenni-
víni og ásæknum, kvensömum karlmönn-
um, ópi og hvíi, hlátri og flissi og öllu
því ágæti, sem eiginlegt var þeim lýð, er
boðið var upp á farrými í lestinni innan
um vörur og skepnur og skran. Fólk
þetta var sett á lægsta þrepið. Og það
xmdi sér þar...
Uppi á þilfari rekast tvær ungar mann-
eskjur á í þokunni. Pilturinn grípur ó-
sjálfrátt fram fyrir sig og tekur utan
um mjúkan handlegg. Tvenn augu blika
brosandi gegnum þokuna, sem hörfar
undan í þvílíku návígi.
»Fyrirgefið þér!« segir hann og bros-
ir. »Maður sér ekki þverhönd fram fyrir
sig í þessari blessaðr'i þoku«.
Hún lítur upp, og andlit hennar er ein-
hennilega ungt og bjart í þokunnni.
»Segið þér blessaðri þokunni? Það er
sjaldgæft að heyra!
»Já, og ég meina það líka«. Og hann
i'aular lágt og þýtt: »En margt býr,
margt býr í þokunni«..,. »Og ef blessuð
þokan hefði ekki verið, þá hefði- ég bók-
staflega ekki rekizt á ySur!«
»En var það svo um að gera? — Er
ekki allur árekstur liættulegur — í þok-
unni!« ......
»Um að gera! Það er það, sem ég hef
þi'áð, síðan ég fékk vit! — Og getur það
verið annað en indælt að rekast alveg ó-
vænt á það mark, sem maður árum sam-
an hefuf séð blika og leiftra í fjarlægð,
en aldrei þorað að nálgast!«
»En er það þá hættuminna að nálgast
það —- sem maður þráir — í þohu held-
ur en björtu i veðri?«
Rödd hennar er svo blæþýð og hreim-
fögur, að hann verður að líta framan í
hana, og hún er of sein að leyna ljóma
augna sinna.
»Já! því í þokunni leitar það ósjálf-
rátt saman, sem saman á!« segir hann,
og rödd hans er heit af fögnuði.
Þau hafa gengið fram og aftur um
þilfarið, og n úverða þau þess allt í einu
vör, að þau leiðast. Hann hefur ekki
sleppt handlegg hennar aftur.
»Svona dimvi getur hún verið, blessuð
Austfjarðaþokan!« segir hann brosandi
og þrýstir handlegg hennar.
Hún hallar höfðinu upp að öxl hans,
og hann lýtur ofan að henni og kyssir
hana.
»Blessuð þokan!« segir hún innilega
og vefur örmunum um hálsinn á honum.
»Blessuð Austfja7'ðaþokan!«
(Framliald).
Hann hafði beðið sér stúlku, en hún.
hafði neitað honum.
— O-jæja, sagði hann harmi lostinn,
ég býst ekki framar við að ég giftist.
Hrósið, sem í þessu fólst, fór ekki
fram hjá stúlkunni og hún sagði bros-
andi: — ó, heimskinginn minn, heldurðu
að engin stúlka vilji þig þó að ég hrygg-
bryti þig?
— Auðvitað, sagði hann og brosti um
leið, — hver heldurðu að vilji mig úr því
að þú vildir mig ekki?
Fyrirsögn í erlendu blaði: Konan, sem
barin var á dögunum af eiginmanni sín-
um er nú sögð miklu betri.