Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 29
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU
23
VI.
ÓvH'iil óþægindi.
Til allrar lukku voru nægar birgðir af
hlífðarfatnaði í skipinu, svo að yfir-
mennirnir og hásetarnir, sem höfðu ver-
ið á þilfari í flóðinu, gátu fengið þurr
fot að klæðast í.
I næstu þrjár stundir sigldi Stonnleigh
skipstjóri í austlæga stefnu. Nú þegar
þokunni var létt, gátu menn séð hinn
mikla hafísjaka á kulborða, sem hafði
nærri því orðið »Polarity« að grandi.
— Að minnsta kosti finnn enskar míl-
ur á lengd og tvö hundruð feta hár, sagði
’Travers.
— Hvað er það, sem sporðreisir jak-
ana? spurði Guy. Sex sjöundu hlutar
þungans eru þó undir vatnsborði. Það
er einkennilegt, að þeir skuli þá geta
oltið.
— Jú, ísinn bráðnar að neðan, þangað
til þunginn verður meiri ofansjávar, og
síðan — ja, þú hefur einmitt séð þetta
clæmi þarna taka fallegt heljarstökk,
svaraði annar stýrimaður.
Finim eða sex fyrstu stundirnar voru
allir skipverjar að gera við skemmdim-
ar. Framsiglan var reist aftui', og loft-
netið að þráðlausa símanum, sem slitnað
hafði, var fest upp.
Því miður var ekki hægt að bæta upp
brotnu bátana. Nú voru aðeins tveir eft-
ir úr timbri. Auk þess voru tveir saman-
brotnir segldúksbátar. Til notkunar í
auðum sjó voru þeir ómetanlegir, en
veruleg hætta var á, að dúkurinn gæti
skorizt á hvössum brúnum rekíssins.
Um miðnætti tók Stormleigh skipstjóri
sólarhæð, og tilkynnti, að »Polarity« væri
sextíu enskar mílur suð-suðaustur af
Desolation Inlet. Ef engin ófyrirsjáanleg
töf yrði, mundi hjálparleiðangurinn hafa
náð ákvörðunarstaðnum um sexleytið að
morgni.
Til allrar ógæfu rakst skipið á íshellu,
— auðan, blágráan ísfláka, sem aðeins
var með vökum á stöku stað, og hreyfð-
ist til suðurs.
— Þetta var óheppilegt, herra Ran-
woi’th, sagði Stormleigh skipstjóri.
Ranworth yppti öxlum óþolimnóðlega.
— Við verðum að brjóta okkur leið,
sagði hann.
— Við munum reyna það, svaraði skip-
stjórinn. Við eigum það á hættu að lenda
í sunnan ofviðri, og gamla »Polarity«
mun ekki verða mikils virði innilokuð í
slíkri ísbreiðu. En ég er þrátt fyrir það
fús á að reyna það.
— Gott, sagði Ranworth. Hvaö leggið
þér til að gert verði?
— Halda áfram meðan unnt er. fsinn
er ef til vill aðeins þunnur, og það ex-u
miklar líkur til, að hann leysist sundur.
Ef það vill ekki svo vel til, verðum við
að sprengja okkur ál. Það eru tíu líkur
gegn einni, að íshellan sé ekki mjög
breið.
— En ef breidd hennar er margar míl-
ur? spurði Ramvorth.
— Þá verðum við að varpa akkerum á
ísnum og halda áfram með sleðann. Þeg-
ar leiðangurinn er búinn til heimferðar
hefur ísinn kannske leystst sundur.
— Það lítur út fyrir að vera eina ráð-
iö, sagði foringi leiðangursins. Ég ætla
að biðja Hawke að hafa sleðann tilbúinn.
Þegar »Polarity« nálgaðist íshelluna,
var vélin stöðvuð. Annar segldúksbátur-
inn var settur á flot,. og honurn róið að
ísbrúninni. Þegar hann kom aftur, sagði
liðsforinginn, sem verið hafði með, að ís-
inn væri veikur og skipsstafninn mundi
vissulega sigrast á honum.
Skipið hélt þá áfram inn í ísbreiðuna.
Þegar stálstafninn skarst inn í hana,
hrökk ísinn i glitrandi smámola á báðar
hliðar.
Nálega eina enska mílu komst »Pola-