Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 22
16 NÝJAR KVÖLÐVÖKUR Jósefs landi og- tæpai- fimm g-ráður fi*á heimskautinu. Sakir einkenna heimskautsstraumanna var venjulega aðeins auðið að komast til Nova Cania í ágústlok eða september- mánuöi. Á öðrum árstímum útilokar ó- fær íshelluþröskuldur alla möguleika til lendingar. Leiðangur Claude Ranwoiths var út- búinn með þráðlausri innsetningu með hér um bil þrjú hundruð enskra milna draglengd. Þannig- var hægt að vera í sambandi viö umheiminn sex mánuði ársins, gegnum alþjóðastöðina á Thos- den á Svalbarða. Leiðangrinum hafði tekizt giftusam- lega. Rannsóknrnar leiddu í ljós mikinn platínuforða, sem nægja mundi til að trufla gang-verð þessa dýrmæta málms. En allt í einu barst sú fregn, að ógur- leg stórhríð hefði eyðilagt mikinn hluta af birgðum leiðangursins. Ef ekki kæmi skjót hjálp, væri leiðangurinn ofurseldur hungurdauða. Samtímis bárust skýrslur frá norskum hvalveiðaskipum, um að íshellan norðan við Svalbarða væri að brotna nokkru fyrr en venja væri, og hinir reyndu skipverj- ar álitu, að ekki mundi vera ómögulegt að nálgast Desolation Inlet, einu öruggu Tiöfnina á Nova Cania, tveimur eða þrem- ur vikum fyrr en venjulega. John Ranworth, sem þá þegar ætlaði . að fara að leggja af stað að sækja leið- angur bróður síns, hafði leigt og ferð- búið »PoIarity«. Fréttin um að ef til vill mætti ná landtöku á Desolation Inlet, kom honum því ekki óþægilega. Tæpum sex stundum eftir að þessar þráðlausu fregnir komu, lagði Polarity frá borg- inni Hull og stefndi norður á bóginn. Áður en skipið kom til Spurn Head, haföi vélbilun knúð þá til að beygja af íeið til aðgerðar, og afleiðingin varð sól- arhrings töf. Nú, þegar hvalveiðaskipið fyrrverandi var aftur komið á rekspöl, kom ennþá fyrir það töf, John Ranworth til gremju. — Hver skollinn, skipstjóri! Þetta er fleki eða eitthvað þess háttar. Það eru tveir menn á honum. Ég sé höfuð þeirra, þegar flekinn, eða hvað það nú er, hall- ast í þessa átt, kallaði Travers. — Gott, sagði Stormleigh skipstjóri rólega. Setjiö bát út, herra Travers. Þér getið gefið biytanum bendingu um að hafa til sjóðandi vatn. Með fullum hraða nálgaðist »Polarity« hina fljótandi skipbrotsmuni. Ritsími skipsins klykkti, og það hægði ferðina. Báti var skotið út, og ræðararn- ir knúðu árarnar af öllum ætti. — Guð minn góður! hrópaði Ranwirth, þegar báturinn kom aftur með tvær með- vitundarlausar mannverur. Það eru drengir. Eru þeir lifandi? — Já, herra Ranworth, svaraði Tra- vers. En hefðum við komið sex stundum síðar, hefði verið úti um þá, hugsa ég. — Það gleður mig, að þér breyttuð stefnunni, Stormleigh skipstjóri, sagði Ranworth einlæglega, þegar drengimir voru bornir í óviti niður undir þiljur. Nú er það vandamálið, hvað við eigum að gera við þá. — Ég er Ííka að hugsa um það, svaraði skips'tjórinn og hleypti i brýrnar. Ég vil auðvitað ekki stinga upp á að snúa við. Þegar það varðar líf fimmtán manna, getum við ekki tekið tillit til þessara unglinga. Ef við mætum skipi á heini- leið, er vandalaust að koma þeim þar um borð. Tíminn leiðir það í ljós. Sem sakir standa, verðurn við aðeins að hugsa um að lífga drengina upp. Þeir hafa liðið hræðilegar þjáningar. Mc Murdo leysti Stormleigh skipstjóra frá stjórn, og gekk hann niður með Ran- worth, til þess að sjá hvað drengjunum

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.