Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 13
BÓKMENNTIR 7 úrvali úr heimsbókmenntum barna og unglinga. Bókin er þýdd af Siguröi Thor- lacius skólastjói’a, Reykjavík og Jóhann- esi úr Kötlum. Saga þessi er þannig til orðin, að hún er samin af Violet Irwin eftir ferðasögum og dagbókum Vilhjálms Stefánssonar frá því hann dvaldi meðal Eskimóa. Má því ætla að hér sé um að ræða mjög nákvæma og lifandi lýsingu á lifnaðarháttum Eskimóa, daglegum störfum þeirra, skemmtunum og veiðum. Er þetta allt fært í skemmtilegan sögu- stíl og sagt frá því við barna hæfi. Virð- ist þýðingin vera einkar vel gerð og má óhikað mæla með þessari bók sem ágætri barnabók. Sýnir Sigurðar Eggerz er mjög ein- stæð bók meðal íslenzkra bókmennta, fallega gefin út og fallega hugsuð. Höf- undurinn hefur hvað ertir annað staðið fremstur í flokki í íslenzkri stjórnmála- baráttu og gegnt hinum abyrgðarmíestu embættum landsins, og sumum hefur eigi reynzt það hollt að hafa anda sínum ból á þeim stöðvum og sleppa þaðan öðruvísi en kaldir á hjarta. En ekkert því um Hkt verður sagt um Sigurð Eggerz. Það er á allra manna vitorði, að hann er einn af mælskustu mönnum, sem stíga í ræðu- stól -— en hitt hefur verið mönnum ó- kunnugra, nema þá ef til vill örfáum kunningjum hans, að hann hefur varð- veitt sína dreymnu skáldsál gegnum orr- ustugný stjórnmálabaráttunnar og það fer svo fjarri því, að í Sýnum hans kenni nokkurstaðar beiskju eða kala, heldur Ijómar þar alls staðar af mannúðlegum og drengilegum hugsunum. f »Bókin um lífið«, sem er einn af veigamestu köflum í bókinni, lætur hann dómarann komast þannig að orði: »Ég or fyi’ir löngu hættur að hata. Hatrið tekur svo mikið af lífsgleðinni. Á mínum aldri fagnar maður hverri gleðistund, sem lífið réttir manni«... »Ef þér ætl- ið að skrifa bók um lífið, skrifið þá ekki um smámennin — maður minnkar í sam- félagi við þá. Skrifið ekki um þá vondu — maður getur glatað sjálfum sér í sam- félagi við þá. Grátið ekki yfir vinunum, sem sviku yður — strikið þá út og gleym- ið þeim. Skrifið um helgidóm lífsins. Skrifið um fegurðina. Skrifið um hug- sjónirnar, sem skína yfir hinu hversdags- lega striti. Teygið armana eftir þeim, og þá munuð þér stækka«. Það er margt viturlega sagt í Sýnum og þar mætir maður þroskaðri og for- dildarlausri sál, sem ber fram hugsanir, prófaðar í deiglu langrar og marghátt- aðrar lífsreynslu. En það, sem gerir bók- ina sérlega hugþekka, er hin göfugmann- lega og yfirlætislausa fi’amsetning, sem nú er sem óðast að ganga úr móð — stíllinn Ijóðrænn og mjúkur og jafnvel ádeilurnar settar fram í góðlátlegum æf- intýrum. Það er góð tilbreytni í því að lesa slíka bók, frá því að lesa hinar gíf- uryrtu bókmenntir nútímans, þar sem allt kapphlaupið er um að geta spýtt sem mest mórauðu. Gyöingurinn gangcmdt nefnist bók með nokkrum útvarpserindum eftir Guðbrand Jónson, sem bókaverzlun Sigurðar Krist- jánsonar í Rvík hefur gefið út. Guð- brandur er einn af vinsælustu fyrirles- urum útvarpsins, maður víðfróður, flug- gáfaður og pennafær í bezta lagi. Sóma þessi erindi sér ágæta vel sem ritgerðir og hafa þau að geyma svo mikið af and- ríkum og frumlegum athugunum að gróði er að því að fá þau út í ritgerðarformi. Hugsanir, sem eru verulega verðmætar, þurfa að lesast oft. Fyrirlesturinn er að- eins til að vekja athygli á þeim. Annars hafa íslendingar ennþá lítt lagt þessa grein bókmenntanna (essays) á gerva hönd (fyrir utan pólitískar skammir) og eru sér þess tæplega með- vitandi, að hér er um eitt hið vandasam-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.