Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 31
Jónas Rafnar, læknir:
Pompeji.
i.
Frá því er sögair hófust hér í álfu,
hefur italíu jafnan verið viðbrugðið fyrir
náttúrufegurð, og þegar þar við bætist,
að þar hafa á tímabilum bæöi menning
og listir manna náð einna lræstri full-
komnun. þá er ekki að undra þótt þang-
að hafi öldum saman legið leiðir þeirra,
er þráð hafa að sjá það, sem fegurst og
fullkomnast var talið hér í álfu, ef ekki
í öllum heimi. Sú var tíðin að sagt var,
að allar leiðir lægju til Rómaborgar; þau
ummæli eiga ekki við vora öld, en óhætt
er að segja, að Italía er enn í dag
draumalandið, þangað sem flesta langar
til að koma. Venedig, Lago Maggiore,
Milano, Genova, Róm, — við alla þessa
staði kannast svo að segja hvert ferm-
ingarbarn og veit að þar er margt fag-
uil og fullkomið að sjá. En þó er flóinn
og umhverfið við Napoli frægust af öll-
um þessum stöðum bæði fyrir fegurðar
sakir og tilbreytni; það er ekki að á-
stæðulausu að ítalir segja sjálfir: Vedi
Navoli e poi mori, þ. e.: sjá Napoli og
dey síðan. Þar er svo margt og mikið að
sjá, að aðrir staðir munu naumast mót-
ast betur í minni ferðamannsins en
þessi.
Napoli-flóinn er svo sem 20 kílómetr-
ar á lengd og 30 á breidd, og er nokkurn-
veginn jafnbreiður inn í gegn. Við botn
norðvesturhornsins stendur milljónaborg-
in Napoli, byggð í boga með strandlengj-
unni og í hallanum upp af henni. í flóa-
mynninu risa klettaeyjarnar Ischia og
Capri, en á sléttunni upp af botni flóans
gnæfir eldfjallið Vesúvíus, 1260 metra
hátt, keylulaga, með stónun gýg í kollin-
um, sem stöðugt blæs upp þéttum gufu-
mökkum frá innyflum jarðar. Dimmblátt
haf, klettaeyjar, milljónarborg, iðandi af
lífi og fjöri, frjósöm slétta, tignarlegt og
sígjósandi eklfjall, allt baðað í geislum
suðrænnar sólar, — þetta ætti að vera
nóg til þess að gera hverjum manni stað-
inn ógleymanlegan. En inni í þessu um-
hverfi miðju hefur verið grafin upp hin
löngu horfna fornaldarborg Pompeji, sem
fyrir liðugra hálfri nítjándu öld huldist
ösku, týndist og gleymdist, en hefur á
síðustu áratugum verið grafin upp úr
öskunni. Nú þyrpist þangað á ári hverju
fjöldi ferðamanna til þess að skoða með
eigin augum hús og híbýlaháttu hinna
fornu Rómverja, því að hvergi er hægt
að kynnast þeim efnum betur en í Pom-
peji. -— Verður hér í stuttu máli gerð til-
raun til að lýsa borg þessari, hvernig
hún var, þegar hún stóð i blórna sínum,
hvernig hún eyðilagðist og týndist,
hvernig hún fannst aftur og var afhjúp-
uð öskulaginu, sem hafði hulið hana í
18 aldir, og að síðustu ætla ég í fám orð-
um að segja frá því, hvernig hún kom
mér fyrir sjónir haustið 1934.
í fyrstu hefur Pompej verið reist á
hraunhæð, sem var hér um bil þrír kíló-
metrar ummáls og slétt að ofan; hliðar
hæðarinnar voru víðast hvar nokloið
brattar, svo að auðvelt Jiefur verið að
víggirða borgina ramlega. Þótti það hinn
mesti kostur á hverri borg í fornöld og
4