Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 21
ÆFINTÝRl ÚR ÍSHAFINU 15 Nokkrar mínútur liðu. Þá rak Guy upp óp, þrungið vonbrigðum. — Ég get ekki séð skipið núna, sagði hann. Það getur heldur ekki verið farið. En það kemur svo einkennilegur litur á allt. Leslie leit í augu vinar síns. Þau voru blóðhlaupin. — Þú hefur sennilega fengið snert af sólstungu, sagði hann svo rólega, sem hann gat. Heyrðu, við skulum leggjast fyrir og sofna báðir nokkrar stundir. Ef einhver kemur í námunda við okkur, mun hann sjá neyðarmerkið. Það þurfti engar fortölur við Guy. Hann var þegar kominn að yfirliði. Fimm mínútum síðar lágu báðir dreng- imir í föstum svefni og rak fram og aft- ur ákvörðunarlaust á öldum Norðursjáv- ar. — III. Borgið. — Hvað haldið þér, að þetta sé, skip- stjóri? Það var Paul Travers, annar stýri- maður á gufuskipinu »Polarity«, sem spurði. Stonnleigh skipstjóri stefndi skipskík- inum á þústuna, sem undirmaöur hans hafði vakið eftirtekt hans á. — Skipbrotsdót, hugsa ég, svaraði hann. — Er ekki rétt að rannsaka það, skip- stjóri? Mér sýnist veifa eða eitthvað því- líkt vera þar á stangarenda. -— Jú, rétt, svaraði Stormleigh skip- stjóri ákveðinn og hrópaði til hásetans við stýrið, og gaf honum skipun um að foreyta stefnunni yfir á stjórnborða. »Polarity« var alls ekki fallegt skip, þeim mun sterkara að byggingu. Glöggt auga gat óðar séð, að skipið var -'setlað til íshafsferða. Þegar gufuskipið breytti stefnunni, kom hár og herðabreiður maður á þi*í- tugsaldri stöklcvandi upp á stjómpallinn. Hvers vegna leggið þér yfir á stjóm- boi'ða, Stormleig-h skipstjóri? spurði hann með hræðslublæ á röddinni. Það er þó ekki vélbilún aftur, vænti ég? — Nei, svaraði skipstjórinn. Við höf- um sem sé komið auga á skipbrotsmuni og viljum líta nánar eftir því. — En við megum sannarlega ekki eyða tíma í það. Hvert augnablik er dýrmætt, maldaði hinn í móinn. Stormleigh skipstjóri teygði úr sér. — Fyrirgefið, sagði hann, en ég stjórna skipinu. Ég viðurkenni fullkom- lega, að ég er í yðar þjónustu, en skipinu ber að sigla eftir mínurn úrskurði. Minn samningur er þannig, að mér ber að sigla »Polarity« til Desolation Inlet í Nova Cania, svo fljótt sem unnt er, en i sam- ræmi við almennar siglingareglur. Þetta, herra Ranworth, er í samræmi við eina af þeim reglum, og þess vegna hef ég gefið skipun um, að stefnunni skuli breytt. Nokkur andartök horfðust þeir John Ranworth og Stormleigh skipstjóri í augu, án þess að segja nokkurt orð, og hvor um sig reyndi að yfirvinna sálar- þrek hins. Að lokum bi'eiddist bros um andlit Ranworths. — Fyrirgefið, skipstjóri, sagði hann. Ég hugsa, að ég skilji nú afstöðu okkar hvor til annars. Ég telc athugasemdir mínar aftur. John Ranworth hafði ástæðu til að vera óþolinmóður, því hvert augnablik var dýnnætt eins og hann sagði. Fyrir nálega ári síðan hafði bróðir hans, Claude Ranworth, lagt af stað í vísindalega landkönnunarferð til Nova Cania, stórrar eyjar, sem var nálega ó- þekkt, hér um bil beint í norður af Frans

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.