Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 49
GJAFIR VITRINGANNA 43 -og bráðfimur maður getur, með því að leggja saman í huganum smáræmur af sjálfum sér, fengið ofurlitið hugboð um útlit sitt. Dellí var grannvaxin og hafði lært listina. Allt í einu stóð hún frammi fyrir speglinum, föl í kinnum, en með tindr- andi augum. Hún losaði í skyndi um hár- hnútinn, og hárið féll í sinni fullu lengd niður um herðar og bak. — Nú voru tveir hlutir í búslóð James Dillingham Young hjónanna, sem þau bæði héldu í háum heiðri. Annað var gullúr Jims, sem hafði gehgið í erfðir í þrjá kynliðu. Og hitt var hár Dellí. Ef að drottningin í Saba hefði verið í and- býli við Dellí, mundi hún hafa þurrkað á sér hárið við opinn gluggann, bara til að yfirskyggja skart og gimsteina henn- ar hátignar. Og ef að sjálfur Salomon konungur hefði verið dyravörðurinn, með kjallarann sneisafullan af dýrgrip- nm sínum, mundi Jim hafa litið á úrið í hvert skipti, sem hann fór fram hjá, bara til að sjá »Mona« rífa hár sitt og skegg af öfund. Og nú féll hinn prúði haddur niður um Dellí, eins og sólheitar, mórauðar öldur. Það náði henni niður að hnjám, og hún gat næstum hulið sig í því. Með hröðum, óstyrkum höndum byrjaði hún að vefja það upp aftur. í miðju verki féllust henni hendur sem snöggvast, og nokkur tár hrundu niður á snjáðan gólfdúkinn. Svo snaraði hún sér í yfir- hafnargarminn, keyrði á sig hattinn, og brunaði niður stigana og út á götu. »FRú SOFRONIE: ALLSKONAR HáR«, stóð með stórum stöfum á húsinu, sem hún stanzaði við. Hún hljóp upp stigana og upp á aðra hæð, og stóð, móð °g andstutt, frammi fyrir madömu So- fronie. »Viljið þér kaupa af mér hárið?« spurði Dellí. »Ég kaupi hár«, sagði madaman, »takið þér af yður hattinn, og látum okkur líta á það«. Niður hrundu hinar gullnu bylgjur. Madaman fór kaupfróðum höndum um lokkana. »Tuttugu dali«, sagði hún. »Látið þér mig hafa þá, fljóttk sagðí Dellí. — Næstu tveir klukkutímarnir svifu hjá á rósrauðum vængjum (þið fyrir- gefið hina gatslitnu líkingu). Dellí var á þönum á milli búðanna, að velja jóla- gjöfina handa Jim. -— Loksins fann hún hana. Þá einu réttu. Hún hlaut að hafa verið búin til handa Jim og engum öðrum. í engri af hinum búðunum hafði Dellí séð neitt svipað, og hafði hún þó rannsakað þar allt, hátt og lágt. Það var úrfesti úr hvítagulli, ein- föld og óbrotin að gerð, sem sannaði verðmæti sitt með skírleikanum einum, án allrar falsaðrar sundurgerðar, — eins og líka allir góðir hlutir eiga að gera. Hún var jafnvel verðug fyrir úrið. Und- ir eins og Dellí kom auga á hana, fann hún með sjálfri sér, að þessa festi yrði Jim að eignast. Hún líktist honum. Yfir- lætisleysi og verðmæti — það átti við þau bæði. Tuttugu og einn dal tók kaup- maðurinn fyrir hana, og Dellí hraðaði sér heim á leið með 87 centin í vasanum. Með þessa festi við úrið gæti Jim »fylgzt með tímanum« með hæfilegri árvekni, í hvaða félagsskap sem væri. Því svo frá- bært sem úrið var, þá hafði hann þó stund- um litið á það í laumi, vegna gamla leður- bandsins, sem hann notaði í festar stað. Þegar Delli var komin heim, tók mesta víman að renna af henni, og skynsamleg íhugun skaut upp höfðinu. Hún greip hártangirnar, hitaði þær yfir gasinu, og tók til óspilltra mála að leiðrétta eyði- leggingarnar, sem ást og örlæti höfðu 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.