Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Blaðsíða 23
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU 17 liði. Stuttu síðar opnaði annar þeirra aug'un og litaðist um í klefanum. — Æ, hvar er ég? spurði hann hissa. — Þú ert óhultur, — um borð í »Pola- rity«, drengur minn, sagði Ranworth sef- andi. —- Hvar er Leslie vinur minn? — í rúminu fyrir neðan þig, svaraði Ranworth. Hann sefur vel ennþá. Hvað heitir þú? — Guy Anderson. — Fiskimaður? Guy brosti, en kveinkaði sér um leið, því að brosið olli sólbrenndu andliti hans nokkrum sársauka. — Ó-nei! Við vorum á skemmtiferð með »Laughing Lassie«, og svo var siglt á hana og hún sökk. Ég hugsa, að fleiri hafi ekki bjargazt. — Hvað heitir vinur þinn? spurði Ranworth. — Leslie Ward. Foreldrar hans búa í St. Albans. — Hann skyldi þó ekki vera sonur hins fræga rafvirkjafræðings Decimus Ward? — Jú, rétt, svaraði Guy. Herra Ward dvelur í sumarleyfi í Pilgrimswick, — það er litli hafnarbærinn, sem »Laug- hing Lassie« kom frá. •— Jæja, drengur minn. Við skulum senda foreldrum þínum fregnir um, að þér líði vel, sagði Ranworth. Borðaðu nú þessa súpu, og sofnaðu svo. Þá verður þú hress á morgun. Fimm mínútum síðar var send tilkynn- ing frá »Polarity« til þráðlausu stöðvar- innar í Scai'borougli, um það, að Guy Andei'son og Leslie Ward hafi verið ■bjargað, með beiðni um, að fregnin yrði símuð til Pilgrimswick. — Ég vildi óska, að við gætum mjög bráðlega losnað við drengina, sagði Stormleigh skipstjóri við Ransworth. Með hverjum tíma sem líður, eru minni líkur til, að við munum hitta nokkurt skip á heimleið, og heimsskautssvæðið er ekki staður fyrir tvo óreynda unglinga. — Nei, það er það ekki, sagði Ran- worth. Ég óska þess innilega, að við get- um fljótlega lagt ábyrgðina á þeim á annarra herðar. Allan næsta dag urðu drengirnir að vera í rúminu; en morguninn eftir klæddu þeir sig og gengu upp á þilfar. — Góðan daginn, sagð Paul Travers. Ég held helzt, að ég hafi séð ykkur áður. — Ég man ekki eftir yður, sagði Leslie. — Mig furðar ekki á því, sagði annar stýrimaður og hló hvellt. Með tilliti til þess, að ég dró ykkur upp í skipið í svip- uðu ástandi og kaðlahrúguna þarna, er ekki ástæða til að undrast það. — Nú, svo við eigum þá yður að þakka að okkur var bjargað? — Ég fer ekki fram á neinar þakkir, sagði Travers og yppti sínum breiðu öxl- um. Það var skylda nifh, og ég er hér á skipinu til að gegna henni. — Einkar gott skip, sagði Leslie. Ég vildi óska að ég væri á leið norður í ís- haf með því. — Það lítur út fyrir að svo geti orðið, svaraði annar stýrimaður. Við erum nú utan við venjulegar gufuskipaleiðir og förum ekki inn í neina norska höfn, svo það lítur helzt út fyrir, að þið eigið að verða með. IV. Á „PoIariiy“. Með hverjum tíma sem leið minnkuðu líkurnar til þess, að Leslie Ward og Guy Anderson yrðu sendir heim. Ekkert skip kom í ljós, fyrr en þeir komu á móts við Bergen. Þá fóru þeir fram hjá norsku trjáviðarskipi, sem var á heimleið. — Hér er tækifæri fyrir ykkur, dreng- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.