Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 12
Bókmenntir. Frá því að Kvöldvökurnar komu út síðast hafa þessar bækur verið gefnar út af bókaforlagi Þorst. M. Jónssonar: Guðmundur G. Hagalín: Einn af post- ulunum og fleiri sögur. í þessari bók Hagalíns eru alls fjórar sögur og allar góðar. Lengst er sagan: Einn af postul- unum og gerist hún á svipuðum slóðum og sagan Kristrún í Hamravík, sem höf- undurinn verð svo vinsæll fyrir, og er þétta sagan af því hvernig Einar gamli skytta á Móeyri i Hamrafirði fer heim til sóknarprestsins til að gera þar upp í samráði við hann sakirnar við drottin og til að athuga um móttökuhorfurnar hin- um megin. Mest er honum þó umhugað um að fá að hafa með sér í gröfina gamla selabyssu, sem verið hafði honmn hendi fylgin um dagana og hann nefndi aldrei annað en »viðhaldið sitt«. En þetta orða- tiltæki varð valdandi mikils misskilnings milli hans og sóknarprestsins, og spinn- ast út af því ýmsar alvarlegar umræður — frá hendi prests, sem er strangur trú- maður í gömlum stíl. Endirinn verður sá, að Einar gamli umvendir prestinum og gerir þann að nýjum og betra manni. Það verður nú tæpast sagt, að sagan sé allsendis sennileg með köflum, en hún er bráðskemmtileg og kýmilega sögð og lýs- ingin á Einari gamla er með afbrigðum, eins og margar persónulýsingar Hagalíns. Það er hin sterka hlið Hagalíns sem höf- undar, að hann þekkir sitt fólk og lýsir því með samúð. Og enda þótt persónurn- ar komi stundum dálítið afkáralega fyrir sjónir, þá er þetta þó fólk með holdi og blóði, sem einhver mannlund er í, en ekki tilbúnar leikbrúður sjúkfar eða trylltar ímyndunar, sem hverki eiga sér stað á byggðu bóli. Hagalín hefur vaxið að á- liti sem skáld, með hverri nýrri bók, sem hann hefur gefið út og má vænta alls hins bezta af honum. Auk þess hefur hann vakið sérstaka athygli sem átthaga- skáld frá Vestfjörðum, þar sem hann hefur, með tveim síðustu bókum sínum, tekið til varðveizlu hið einkennilega mál- bragð, sem nú er mjög sennilega óðurn að hverfa með vaxandi alþýðufræðslu. Fyrir þessa sök eru þessar siðustu bækur hans einnig mjög merkilegar frá mál- sögulegu sjónarmiði. Tveir ungir menn, Jón Magnússon og Sigurður Þórarinsson, hafa þýtt: Böðull- inn, eftir Pár Lagerkvist, sem er eitt af frægustu núlfandi skáldum Svía. Þetta kver er eigi nema 80 blaðsíður, en skrif- að af fágætum dramatiskum krafti og ramaukinni skáldlegri kynngi. Það er- einskonar óður — í óbundnu máli — um hörmungar grinnndarinnar og blóðsút- hellinganna, sem böðullinn stendur sem eilíft tákn fyrir meðal mannanna, og er hann teiknaður með hryllilegum skýrleik, sem hið allstaðar nálæga átrúnaðargoð mannanna og bölvun þeirra. Hann fyllir allan sjóndeildarhringinn er hann rís upp »stór og feiknlegur í blóðrauðum klæðum til að lýsa angist sinni og við- bjóði á því hlutverki, sem honum er feng'ið, en í baksýn æðir trylltur jazz- dans ástríðanna. Og ræða hans . kemur með vaxandi þunga, stundum eins og sárasta angist og örvænting stundum sem logandi háð og stundum sjóðandi af hatri. Þetta er mjög fágætt skáldrit, skrifað af hárbeittri siðlegri alvöru, en þó jafnframt með óvenjulegum listræn- um frumleik. Kok eftir Vilhjálm Stefánsson og Vio- let Irwin, ef fyrsta bindi af fyrirhuguðu

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.