Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 45
UM EÐLI SVEFNSINS 39 legri eru þó áhrif svefnsins á munn- vatns- og tárakirtla og slímrennsli í nef- inu. Skulu nú nefnd nokkur dæmi, sem margir munu kannast við af eigin reynslu. Þannig hafa sennilega flestir reynt það í kvefi, að þó að þeir hafi haft nær óstöðvandi nefrennsli meðan þeir vöktu, tekur fyrir það að mestu meðan þeir sofa, en hefst aftur á ný jafnskjótt og þeir bregða blundi. Eins þekkja flestir hinn einkenilega sviða eða stirðleika í augum, er þeir gerast syfjað- ir. Manni verður það ósjálfrátt á, að depla augunum óaflátanlega eða núa þau. Þetta er einn fyrsti fyrirboði svefnsins. 'Uppspretta tárakirtlanna er að þorna. Þá kannast og flestir við hvernig fer, ef þeir sofna sitjandi eða uppréttir. Um leið og þeir festa svefninn falla þeir áfram og hrökkva upp um leið. Orsökin er sú, að vöðvarnir tapa mætti sínum til að halda líkamanum uppréttum um leið og hann fellur í svefn. Af svipuðum ástæð- um er og slappleiki augnalokanna, er menn »draga ýsur«. Þá er og talið, að blóðstraunuirinn I líkamanum breytist við svefninn. Maður leggst til svefns, þannig, að hann hvílir endilangur á borði, sem vegur salt á til- teknum punkti, en er í fullkominni jafn- vægisstöðu þegar maðurinn leggst fyrir, þannig að þyngdarpunktur hans liggur beint yfir hvílipunktinum, sem borðið vegur salt í. Tilraunir hafa sýnt, að jafn- skjótt og maðurinn sofnar í áðurnefnd- um stellingum sígur fótahlutinn niður. Af þessu mætti draga þá ályktun, að blóðstraumurinn yrði meiri til fótahlut- ans í svefni en vöku, enda þótt fullkomna skýringu þessa fyrirbrígðis vanti enn. Það hefur oft verið gert allmikið úr því, hversu allar efnabreytingar verði hægari í svefni en vöku. Hinar fullkomn- ustu mælingar á bessum hlutum hafa þó sýnt, að munurinn er ekki mikill á því, hvort maðurinn sefur eða vakir, ef hann hvílist fullkomlega. Þannig stafar hin hæga efnabreyting fremur af líkams- hvíldinni en svefninum. Samt sem áður er það víst, að líkamshitinn lækkar oft allmikið meðan sofið er. Getur lækkun sú numið allt að því 1° frá hámai’ki dagsins. Eitt höfuðeinkenni svefnsins er þó, hvernig miðstöð taugakerfisins í heilan- um virðist eins og slitin úr sambandi við skynjunarfærin. út frá því hefur tekizt að mæla svefndýptina á ýmsum tímum svefntimans. Til þess eru mest notuð hljóðáhrif. Það hefur komið í ljós að það hljóð, sem fyrst getur vakið mann af værúm svefni, er mörg hundruð sinn- um, jafnvel þúsund sinnum sterkara en það hljóð, er vér getum lægst skynjað í vöku. En mjög fer þetta þó eftir því, hve langt er síðan svefninn hófst. Reynslan hefur sýnt, að erfiðast er að vekja mann einni klukkustund eftir að hann er sofn- aður. Eftir tvær klukkustundir vaknar maður við átta sinnum minna hljóð en eftir eina, og eftir þrjár stundir þarf hljóðið elcki að hafa nema 1/20 þess styrkleika, sem það hafði, til þess að vekja mann eftir eina stund. Fer þetta síðan smáminnkandi, og þegar sá tími nálgast, að maðurin er útsofinn, þarf næsta lítið hljóð, til þess að hann vakni. Þetta hefur vakið undrun margra, að menn skuli ekki sofa fast nema aðeins tvær stundir af þeim 8, sem meðalsvefn er talinn vera. Því hefur verið haldið fram, að tilraun þessa væri ekki að marka, því að menn svæfu ekki eðlilega þegar þeir vissu, að þeir yrðu vaktir eft- ir tiltekinn tíma. En niðurstaða þessi er fengin af svo miklum fjölda athugana, að engin ástæða er til að efast um rétt- mæti hennar. Hún hefur einnig verið prófuð með annari aðferð. Það er með því að rannsaka kolsýrumagn blóðsins og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.