Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 43
NYTJAJURTIR
37
trjám með stofni og blaðkrónu, en eru í
raun réttri jurtir, líklega þær stórvöxn-
ustu, sem jörðin elur. Það sem sýnist
vera stofn, eru blaðslíðrín, sem lykja
þétt hvert utan um annað. Aldinin eru
bjúgalaga, allstór og mjög auðug að
mjölvi og sykri. Hin sætari þeirra eru
etin hrá, en úr hinum er unnið mjölvi.
Eigi vita menn með vissu, hver séu heim-
kynni 'písangplöntunnar, en svo er bjúg-
aldinplantan venjulega nefnd. Hún vex
nú með fjölda afbrigða um allt hitabelt-
ið, þar sem raki er nægur, og hefir verið
ræktuð frá ómunatíð. Margt þykir þó
benda til, að frunaheimkynni bjúgaldin-
anna sé í Suðaustur-Asíu. Bjúgaldinrækt
er harla mikilvæg víða i hitabeltinu. —
Verður þar víða hungursneyð ef upp-
skera þeirra bregst eitthvert árið. Aldin
þess hafa borizt seint til Evrópu, því að
þau þola illa geymslu og flutning, og ó-
kleift er að rækta þau utan hitabeltisins.
Það er að þakka hinum hraðskreiðu far-
tækjum nútímans, að kleift hefir orðið
að gera þau að útflutningsvöru úr hita-
beltislöndunum. En öll þau bjúgaldin, er
flutt eru til Evrópu, eru tekin óþroskuð
af plöntunni og látin þroskast af sjálfu
sér í þar tii gerðum húsnm. Kvað all-
mikið skorta á, að þau séu jafn lostæt og
hin, sem fá að ná fullum þroska í heima-
löndum sínum.
g. Ananas (Ananas sativus).
Ávöxtur þessi, sem naumlega flyzt
hingað öðruvísi en niðursoðinn, er blóm-
skipun og aldin ananasplöntunnar, sem
«r náskyld liljuplöntunum. Heimkynni
hennar er Mið-Ameríka. En nú er hún
rtektuð víðsvegar um hitabeltið og í hin-
um hlýjustu löndum tempruðu beltanna.
Áður var hún ræktuð í vermihúsum víða
um lönd utan hitabeltisins, en það hefur
lagzt niður að mestu, síðan samgöngur
bötnuðu, svo að hægt var að flytja á-
vöxtinn óskemmdan milli landa. — —
Hér skal þá staðar numið með safa-
aldinin, enda þótt fátt eitt sé talið alh-a
þeirra girnilegu og gómsætu ávaxta, dr
frjómold og sólfar hitabeltisins elur.
(Pramh.).
—-=S=^g=8=gt§=3=-—-
Skrítlur.
A. : Það var ekki fyrr en eftir 12 ár
að ég uppgötvaði það, að ég var ekki
skáld.
B. : Og þá hættuð þér að yrkja?
A.: Nei, því þá var ég orðinn frægur.
Lögreglumaðurinn: Ungfrú, þér ókuð
60 mílur á klukkustund.
Hún: Er það ekki býsna vel gert? Ég
byrjaöi fyrst j gær að læra að stjórna
bíl.
A. : Hvers vegna tók hún ekki séra
Jóni, þegar hann bað hennar?
B. : Hún heyrir illa, og hélt að hann
væri að biðja hana um samskot til nýja
kirkjuorgelsins og þess vegna sagði hún,
að hún hefði annað við peninga sína að
gera.
— Þakka þér fyrir afmælisgjöfina,
fi*ændi.
— Ekkert að þakka, það var svo lítið.
— Það fannst mér líka, en mamma
sagði að ég skyldi samt þakka þér fyrir.
Hann: Tvær ungar stúlkur hafa misst
vitið af ást til mín, en nú segið þér, að
þér elskið mig ekki.
Hún: Já, það segi ég.
Hann: Þá eru þær þrjár, sem hafa-
misst vitið.