Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Síða 24
18
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ir, sagði Ranworth, þegar skipin höfðu
skipzt venjulegum kveðjum. Skipið fer
með ykkur til Bergen og þar hljótið þið
að hitta eitthvert brezkt skip, sem fer til
Hull eða Grimsby.
— Ef þér hafið ekkert á móti því,
viljum við helzt sleppa því.
Ranworth brosti.
— Hvers vegna? spurði hann.
— Ég —- ég hef svo fjarska mikla
löngun til að vera með í heimskautsleið-
angri, flýtti Leslie sér að svara, og for-
eldrar okkar vita nú, að við erum óhultir.
Leslie talaði mjög sannfærandi. Mögu-
leikarnir til heimskautsferðar ögruðu
honum. Guy var á annari skoðun. Hann
'hafði lítinn eða engan áhuga fyrir heim-
skautsrannsóknum. Hann gat ekki skilið,
hvers vegna menn hættu lífinu og geng-
ust undir allar þrengingar heimskauts-
vetrarins, án nokkurs gagns fyrir heim-
inn.
Oft hafði hann lent i þrætum við
skólabræður sína um það, hvaða hagnað
menn hefðu yfirleitt haft af því, að ýms-
ir landkönnuðir höfðu fundið suður- og
norðurheimskautið.
Hafði heimurinn batnað nokkra vitund
við þaö, er stjörnumerkið var fest á
norðurheimskautið og norski fáninn á
suðurheimsskautið. Hafði árangurinn af
landkönnun Scotts kapteins, að frátek-
inni hetjudáð hans í erfiðleikunum, verið
virði allra þeirra mannslifa og þess fjár,
er glataðist?
Samt sem áður kom Guy ekki með
neinar athugasemdir nú.
Æfintýraþrá hans var sterk. Hann
mundi miklu heldur hafa kosið að vera
með í leiðangri til Mið-Afríku, þar sem
finna mætti landssvæði, sem vissulega
mundu fá hagkvæma þýðingu. En annars
var miklu betra að fara í heimskautsför,
en að slíta skólabekkjunum.
— Löngunina skortir vissulega ekki,
sagði Ranworth, en spuniingin hefur
aðra hlið. Allir menn á skipinu verða að
vinna. Hafið þið nokkra hæfileika, sem
orðið gætu leiðangrinum að gagni?
— Ég skýt vel með riffli, sagði Guy.
— Við lendum varla í stríði við mann-
ætur eða því um líkt, sagði Ranworth.
Guy hnyklaði brýrnar i vandræðum.
Hann gat ekki munað eftir neinu öðru.
— Heldurðu, að þú gætir útbúið máls-
verð handa tuttugu mönnum?
— Gæti það ef til vill, ef það væiá
nauðsynlegt, svaraði Guy. Að minnsla
kosti mundi ég gera það sem ég gæti.
— Maður kemst langt, ef góður vilji
er með í ráðum, sagði Ranworth. Og þú,
Leslie. Hvað er hægt að gera með þig?
— Ég er vel kunnugur rafmagnsvélum,
svaraði drengurinn.
— Einmitt það? Hvaða tegundum
helzt? spurði foringi liðveizluleiðangurs-
ins. Þú ert nokkuð ungur til þess. Ég
hélt þú værir í skóla ennþá.
— Já, en ég hef samt lært rnargt af
föður mínum.
— Og hann heitir Decimus Ward. Er
það ekki rétt?
— Og hvernig hafið þér komizt að því?
spurði Leslie dálítið hissa.
— Það er leyndarmál, svaraði Ran-
worth og deplaði 'augunum framan í Guy.
Satt að segja er það hann, sem hefur
sett saman vélsleðann, sem við höfum
með okkur.
Þá þekki ég dálítið til hans, sagði
Leslie. Pabbi sýndi mér teikningarnar og
skýrði fyrir mér hina einstöku hluta.
Auðvitað sagði hann mér ekki, hver
kaupandinn væri.
— Þú vilt líklega gjaman sjá hinn
endanlega árangur af vinnu föður þíns?
spurði Ranworth, og þegar hann sá hve
drengurinn varð eftix-væntingarfullur,
bætti hann við: Jæja, komið þið þá. En