Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Side 48
O. H e n r y. Gjafir vitringanna. (Úr »The Four Million«). Einn dalur og áttatíu og sjö cent. Það var allt. Og sextíu og sjö cent af því voru í tómurn koparhlunkum. Kopar- hlunkum, sem höfðu verið herjaðir, einn fyrir einn, út úr grænmetissalanum, kryddbúðinni, eða kjötkaupmanninum, eftir þvílíkt hörkuþjarg, að smánarröð- inn hljóp út í kinnarnar bara við endur- minninguna. Þrisvar sinnum taldi Dellí fjársjóðinn. Einn dalur og áttatíu og sjö cent. — Og næsti dagur var jóladagur- inn. Hér var auðsjáanlega ekkert annað að gera, en kasta sér upp í legubekksræfil- inn og hágráta. Hvað Dellí líka gerði. Sem gefur mér tækifæri til þeirrar heim- spekilegu athugasemdar, að lífið sé sam- bland af tárum og brosum, — með tár- unum í meirihluta. Á meðan húsmóðirin er aö gráta út, skulum við líta yfir húsakynnin. Venju- leg átta dala »möbleruð« fjölbýlisíbúð. Það er nokkurnveginn nægileg lýsing. Á forstofuhui’ðinni var póstkassi, sem engu bréfi varð í komið, rafmagTisbjalla, sem enginn dauðlegur mannsfingur gat feng- ið til að hringja, og loks nafnspjald, sem á var ritað »James Dillingham Young«. Dillingham-nafninu hafði verið bætt á nafnspjaldið í burgeislegnm rembingi, á meðan að eigandinn hafði 80 dali í kaup um vikuna. En nú, eftir að vikulaunin voru hrörauð ofan í 20 dali, voru bók- stafirnir í »Dillingham« orðnir máðir og ógreinilegir, eins og væri þeir alvarlega að hugsa um að draga sig saman í eitt yfirlætislaust og hæverskt D. En hvenær sem herra James Dillingham Young kom heim og opnaði dyrnar, var hann kallaður »Jim«, og faðmaður og kysstur af frú James Dillingham Young, sem lesandinn þegar hefur verið kynntur fyrir undir nafninu Dellí. ■—- Sem er nú allt saman gott og blessað. — Þegar Delli hafði lokið grátkvið- unni, greip hún púðurdúskinn og hressti upp á andlitið á sér. Hún gekk út að glugganum og horfði dapurlega á gráan kött, sem sat á grárri trégirðingu í grá- um bakgarðinum. — Næsti dagur var jóladagurinn, og hún átti aðeins $ 1.87 til að kaupa jólagjöf handa Jim fyrir. Mánuðum saman hafði hún sparað hvert hugsanlegt cent, og aurað sarnan allt hvað hún gat, og þetta var árangurinn. Tuttugu dalir á viku eru ekki til marg- skiptanna. Og útgjöldin höfðu reynzt meiri en hún gjörði ráð fyrir. Sem er nú þeirra plagsiður. — Aðeins $ 1.87 til að kaupa fyrir jólagjöf handa Jim. Handa Jim hennar. Marga sæla dag- drauma hafði hana dreymt um hvað hún ætlaði að gefa honurn fallega jólagjöf. Eitthvað vandað, eitthvað sjaldgæft og skírt, — eitthvað, sem örlítið nálgað- ist að eiga skilið þann mikla heiður, að vera í eigu Jims. — — 1 karminum á milli glugganna var greypt ofurlítil spegilræma. Það heyrir til í öllum átta dala íbúðum. Þvengmjór

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.