Nýjar kvöldvökur - 01.01.1935, Qupperneq 50
44
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
valdið. Sem að ætíð er óhemjuverk, vin-
ir mínir — hreinasta risaverk.
Eftir fjörutíu mínútur var höfuð
hennar þakið þéttum, örsmáum sveipum,
sem gerðu hana undursamlega líka pör-
óttum skólastrák. Hún horfði á sjálfa sig
í speglinum, lengi og nákvæmlega.
»Ef að Jim ekki sálgar mér um leið
og hann sér mig«, sagði hún við sjálfa
sig, »þá segir hann sennilega, að ég líti
út eins og dansmær á Coney Island. En
hvað gat ég gert. ó, hvað gat ég gert,
með einn dal og áttatíu cent?«
— Kluklcan sjö var kaffið til, og steik-
arapannan stóð á eldavélinni, heit og
reiðubúin að steikja kjötið á.
Jim kom æfinlega stundvíslega heim.
Delli settist á borðshornið rétt við dyrn-
ar og kreppti hnefann utan um úrfest-
ina. Þegar hún heyrði fótatak hans neðst
í stiganum, fölnaði hún upp rétt sem
snöggvast. Frá blautu barnsbeini hafði
það verið siður hennar að fara upphátt
með litlar bænir, jafnvel út af smávægi-
legustu atvikum, og nú hvíslaði hún:
»Góði guð, láttu honum finnast að ég sé
iagleg ennþá!«
Dyrnar opnuðust og Jim kom inn og
lokaði hurðinni á eftir sér. Hann var
magur og þreytulegur. Veslingurinn,
hann var bara tuttugu og tveggja ára, og
þegar orðinn fjölskyldufaðir. Kápan
hans var gömul og snjáð, og hann hafði
enga hanzka.
Rétt fyrir innan dyrnar snarstanzaði
hann og stóð hreyfingarlaus, eins og
skothundur, sem finnur lyktina af akur-
hænu. Hann einblíndi á Dellí, með und-
arlegu augriaráði, sem skelfdi hana ósegj-
anlega, einmitt af því að hún gat ekki
ráðið í hvað honum var í hug. Það var
ekki reiði, ekki undrun, ekki ásökun, ekki
skelfing, yfir höfuð ekkert af þeim geðs-
hræringum sem hún hafði búizt við.
Hann bara starði á hana í sífellu, með
einhverjum óráðanlegum dáleiðslusvip.
Dellí stökk ofan af borðinu og hljóp til
hans.
»Jim, elskan mín«, hrópaði hún, »horfðu
ekki svona á mig! Ég klippti af mér hár-
ið og seldi það, af því ég gat ekki hugsað
til jólanna án þess að gefa þér jólagjöf.
Það vex fljótlega aftur, góði. Þú mátt
ekki vera reiður við mig, Jim! Ég varð
að gera það. Hárið á mér vex svo ótrú-
lega fljótt. Segðu nú ,gleðileg jól’, Jim,
og við skulum vera glöð! Þú hefur ekki
hugmynd-um hvað voðalega fallega jóla-
gjöf ég hef handa þér«.
»Þú hefur klippt af þér hárið?« sagði
Jim með erfiðismunum, eins og hann
hefði ekki ennþá, jafnvel með hinni ítr-
ustu andans áreynslu, skilið þessa aug-
ljósu staðreynd.
»Klippt það af og selt það«, sagði
Dellí. »Getur þér ekki þótt eins vænt uni
mig fyrir það, Jim? Ég er þó sú sama,
þó að hárið á mér sé farið. Finnst þér
það ekki líka?«
Jim skimaði ringlaður hringinn í kring
í herberginu.
»Þú segir að hárið sé farið?« sagði
hann eins og fábjáni.
»Það þýðir ekkert fyrir þig að líta eft-
ir þvi«, sagði Dellí, »það er selt, eins og
ég sagði þér, — selt og afhent. Jim, það
er aðfangadagskvöld jóla, drengur! Vertu
góður við mig, því að ég seldi það þín
vegna. Kannske eru höfuðhár mín talin«,
hélt hún áfram með hátíðlegri ástúð«, en
ást mína getur enginn mælt í tölum. —
Á ég að setja pönnuna yfir, Jim?«
Snögglega var eins og Jim vaknaði af
dáleiðslusvefni. Hann vafði Dellí sína að
sér. í næstu tíu sekúndur skulum við
virða fyrir okkur eitthvað í hinum enda
stofunnar. Átta dalir á viku, eða miljón
á ári — hver er svo munurinn? Stærð-
fræðingur eða hirðfífl mundu gefa þér