Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 12
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR í orðum, en séu þeir að lokum reittir til reiði, eða æstir á annan hátt eru þeir hættulegir andstæðingar og hnífurinn oft á lofti“. Svo segir þessi höfundur. Það mun heldur eigi ofsögum sagt af hreysti Finna né hinni þreklegu líkamsgerð, og bæði andlegt og líkamlegt þrek hafa þeir þráfaldlega sýnt bæði í friðsamlegum störfum og styrjöldum. Auk Finna og Svía býr nokkuð af Löppum í norðanverðu landinu. Sambúð þessara þjóða þ. e. a. s. sænska og finnska þjóðarhlutans hefir verið nokkrum erfiðleikum bundin einkum voru allharðar deilur þeirra á milli nú fyrir nokkrum árum. Bárust þá hingað til lands fregnir af óeirðum, sem stöfuðu af þjóðernisdeilum, og svo virtust allar fregnir herma, sem Finnar vildu með öllu móti þröngva kosti Svíanna og útrýma máli þeirra. Þótti einkum norrænum mönnum það hin verstu tíðindi, ef Finnar ætluðu að slíta sig þannig úr samvinnu og menningarsambandi Norðurlanda. Og því raunalegra var þetta mál sem sænski flokkurinn ann landi sínu og þjóð eigi síður enn hinn og þjóðernisvakning Finna og frelsisbarátta öll þau ár, er þeir lutu Rússum, var engu síður háð af Sví- um en Finnum. En fullar orsakir má þó til alls finna. Svíar réðu landinu um margar aldir, enda þótt sambúðin mætti þá góð kallast, þá voru Svíar samt yfir- stéttin, og enn er fjármagn landsins mjög í höndum þeirra. Hámenning landsins var lengi öll sænsk og sænska hið opinbera mál. Þar við bættist og andstaðan milli sveita- og borgabúa, sem sjálfsagt hefir átt nokkurn þátt í hvernig sambúðin varð. Á öldinni sem leið vaknaði finnska þjóðin. Henni varð þá ljóst, að hún var aðalþjóð landsins, og forvígismenn henn- ar, hvort heldur þeir voru finnsku- eða sænskumælandi, sáu að því aðeins varð frelsisbarátta þeirra háð, að finnski þjóð- arhlutinn yrði hafinn til meiri menningar og finnskt mál til þeirrar vegsemdar sem því bar. Af þeim viðreisnarmönnum má nefna skáldið Runeberg og rithöfundinn Snellman. Þegar svo finnska þjóðin rétt- ist úr kútnum, og loks er hinn langþráði sigur var fenginn í frelsisbaráttunni, var svo komið að þeir, sem róttækastir voru í finnsku þjóðernisbaráttunni, sáu ekki lengur, hvert gildi sænska þjóðarbrotið- hafði haft fyrir þjóðarheildina og menn- ingu hennar og kröfðust að sérstöðu þess yrði með öllu útrýmt. Líklegt má og telja, að Svíarnir hafi einnig haldið fast við rétt sinn og, ef til vill ekki ætíð með fullri sanngirni, eins og verða vill þegar tveir deila. Eigi má og gleyma því að það veldur ætíð erfiðleikum að talaðar séu tvær tungur í landi. Það logaði því í deil- um um skeið og voru þær einna harðastar laust eftir 1930. Til dæmis um hversu mikið báðir flokkar lögðu á sig til stuðn- ings sínu máli má geta þess að sænski flokkurinn setti á stofn alsænskan há- skóla í Ábo, en finnski flokkurinn svaraði með stofnun annars háskóla í sama bæ, þrátt fyrir það að fullkominn háskóli er 1 Helsingfors. En eftir 1934 tók deilum þessum að linna. Fram að þeim tíma höfðu Finnar allmjög hneigst að Þjóð- verjum, enda mundu þeir drengilega hjálp þeirra í frelsisstríðinu, en eftir valdatöku Hitlers tók sú vinátta að kólna. Finnar höfðu þá fyrir löngu bannað kommúnistaflokkinn, og nú er þeir sáu hvað verða vildi með framferði nazista voru einnig nazistahreyfingar allar í land- inu bannaðar. Hafa Finnar þar gengið á undan öðrum lýðræðisþjóðum í því að verja lýðræði sitt gegn innlendum öfga- mönnum. En þegar minnka tók sam- bandið við Þýzkaland hófu Finnar meiri samvinnu en áður við Norðurlönd, því að stöðugt stóð þeim uggur af erfðafjand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.