Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 25
ÞÁTTUR AF JÓNI HRÓLFI BUCK 19 Kaðalsstaðabóndans. Varð Björn Líndal þar síðastur manna fyrir miklum sauða- missi fyrir nokkrum árum, en þá rak þessi þjóðkunni maður fjárbú á Kaðals- stöðum í Hvalvatnsfirði, þar sem hann reisti mikið steinhús. Nú eru Kaðalsstað- ir komnir í eyði og næstum því öll Þönglabakkasókn. Verða tildrög þessa ófarnaðar ekki rakin í þessu erindi. Enginn maður í Fjörðunum var jafn- kunnugur og um leið ófyrirleitinn, að brjótast fyrir þessa áður nefndu forvaða og klífa þessar gjár, skriður og skörð, og Jón Hrólfur, og voru þó margir röskir menn í Fjörðum á þessum árum, er upp- aldir voru við þessar ófærur frá blautu barnsbeini að heita mátti. Þar var líka um marga ágæta skíðamenn að ræða. Var Jón Hrólfur talinn þar í fremstu röð, og ekki veit ég til að nokkur maður hafi hætt sér á skíðum alla leið af Skriðu- hrygg ofan í fjöru nema hann, og á hann það met einn. Hæðin af Skriðuhrygg er nærri því eins mikil eins og fram af Esj- unni, þar sem hún er hæst, og miklu brattari. Skal ég nú segja söguna eins og hún gerðist, þar sem ég var sjónarvottur að þessari fífldirfsku Jóns Hrólfs, sem var enn meiri fyrir það, að ekki var eftir neinu að keppa. Það bar til einn veturinn, sem ég var á Tindriðastöðum, að það gerði miklar norðanhríðar. Rak þá hafís að Norður- landi og fyllti um tíma allan Skjálfanda. Hafís þessi náði ekki að frjósa saman og lónaði hann mikið sundur öðru hvoru. Var ísinn að flækjast fram og aftur fram eftir öllu vori. Þegar hafísinn rak upp að Flatey, urðu menn þess áskynja, að mik- !ð af blöðruselskópum voru á jökunum, og er skemmst frá því að segja, að bæði Flateyingar og Flateyjardalsmenn rotuðu á annað hundrað kópa. Er ég búinn að gleyma því, með hverjum hætti þessi ^natarfregn barst vestur í fjörðu. Hafísinn var þá svo þéttur, bæði úti fyrir Þorgeirs- firði og Hvalvatnsfirði, að ekkert viðlit var að komast austur að Flatey sjóveg. Þótti mörgum illt í ráði að geta ekki fengið sér vel í soðið. Var ógurlegt fann- kyngi yfir allt og ekki farandi milli bæja nema á skíðum. Frost voru daglega upp undir 20 stig og hríðarveður með upp- rofum á milli. Þegar fregnin með seldrápið í Flatey barst vestur í Fjörðu, brá Jón Hrólfur við og vildi hann þá brjótast austur að Vík í Flateyjardal. Hafði hann einhvern grun um, að bóndinn í Vík ætti nokkra blöðru- selskópa. Hann var kunningi Jóns Hrólfs, og vildi hann nú bæta á það, að hann hjálpaði sér um einhverja ögn af sel, sem hægt væri að draga að sér vestur á bóg- inn með einhverjum ráðum. Mönnum þótti þetta ekki sem álitlegast ferðalag í svona miklu frosti, og spáðu margir því, að ófært mundi vera að klöngrast fyrir forvaðana fyrir svellalögum og fljúgandi hálku. Jón Hrólfur átti þá enn heima á Kussungsstöðum í Hvalvatnsfirði. Er mér það enn minnisstætt, þegar Jón Hrólfur kom að Tindriðastöðum og mælt- ist til þess, að ég skryppi með sér austur að Vík. Eg var þá 19 ára gamall, léttur til gangs og eirði því illa að liggja inni í bæ við tóskap allan liðlangan daginn. Hafði ég gaman af því að herða dálítið í mér með því að skreppa í smá-svaðilfarir með Jóni Hrólfi. Hann hafði orð á því um morguninn um níu leytið, þegar hann kom að Tindriðastöðum, að hann langaði til að fara fjörurnar eða þá einhverja gjána, eftir því sem verkast vildi. Jón Hrólfur hafði jafnan með sér poka, sem hann bar á annari öxlinni. í pokanum hafði hann færi, nokkurra faðma langtr fjallajárn, sokka, vettlinga o. s. frv. Var oft brosað að honum með pokann á öxlinni. Þegar við fórum frá Tindriðastöðum, 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.