Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 29
1. M. Hull
Synir arabahöfðingjans.
ANNAR KAFLI.
(Framhald).
Það var síesta-tími (hvíldar-tíminn).
Hljóð og þung ró og friður ríkti í tjald-
■búðunum. En sá friður mundi brátt verða
i’ofinn af annsemd þeirri og umsvifum,
sem alltaf ríkti þar, jafnvel þótt höfðing-
ffln væri eigi heima. Hann hafði ætíð
haldið strangan hermennsku-aga, og
þannig hafði það verið árum saman.
Kynkvísl þess var herská mjög og um-
brotagjörn og hafði því fyrir löngu öðlast
sérstöðu meðal hinna kynkvíslanna í
landinu. Nú hafði að vísu ríkt friður ár-
um saman, en kynkvísl höfðingjans var
alltaf að vonast eftir styrjöld, sem þó
aldrei kom. Því að engin hinna kynkvísl-
anna umhverfis þá áræddi að ráðast á þá.
Ættkvísl þessi var víðspurð fyrir hreysti
sína og trúarstyrk og var talin sérstæð á
þeim slóðum. Átrúnaður þeirra var eigi
rett-trúnaðarlegur, en hann var einka-
eign þeirra og engra annara. Um langt
skeið höfðu hinar kynkvíslirnar litið upp
til þeirra með hjátrúnarkenndri lotningu.
Ættstofn þessi hafði því all mikið sjálfs-
alit og var fastheldinn á ættarvenjur
smar. Hvíldi því yfir honum einskonar
öulrænn bjarmi í augum nágranna hans.
Og viðburðir síðustu ára höfðu stuðlað
því að efla hjátrú þessa. Fæðingu
hans hafði borið að undir óvenjulegum
^Hngumstæðum, síðan varð hann kjörinn
höfðingi ættarinnar, og auk þess voru all
margir berkir viðburðir, sem orðið höfðu
laondfleygir. Og öllu þessu var trúað
víðsvegar um landið.
Nú hafði hann verið einræðisherra ætt-
arinnar í 25 ár. Og enn töldu menn hans,
að hann hefði verið þeim af himnum
sendur til að gerast foringi þeirra og
höfðingi, sém með sinni undursamlegu
fæðingu í þennan heim hefði frelsað hið
gamla höfðingjanafn ættarinnar frá glöt-
un og gleymsku.
Langt norður við yztu takmörk landa-
merkjanna lágu um þessar mundir tjald-
búðir höfðingjans undir fjallsöxl einni lít-
illi, er var yzti rani fjallahryggs nokkurs,
er að lokum blánaði í fjarska eins langt
og augað eygði.
Fáein bækluð tré og vindundin spruttu
upp úr sandinum og báru þess vott, að
vatn væri þar eigi fjarri.
Tjöldin stóðu á víð og dreif út um all-
stórts væði. Þau sneru öll í suður gegn
opinni eyðimörkinni, og var eigi annað
að sjá, eins langt og augað eygði, en
endalausar sandölldurnar. Hingað og
þangað um sandauðnina sáust svartir
blettir á gulum sandinum. Voru það smá-
runnar og þyrnar, sem virtust þar settir
til að bjarga lífi úlfaldanna. Enda voru
þeir sendir út í eyðimörkina á degi hverj-
um til beitar á þessu hrjóstuga haglendi.
Vopnaðir riddarar voru á verði um-
hverfis tjaldbúðirnar. Höfug svefnvær
hádegiskyrrð hvíldi yfir öllu. Einstöku
manni brá fyrir í tjalddyrum sem allra
snöggvast með löngu millibili. Tveir sæl-
legir asnar ráfuðu á milli tjaldanna og
ráku múlana forvitnislega ofan í allt, sem
þeir náðu'til.
Spölkorn frá hinum tjöldunum lá tjald
höfðingjans, hálf-byrgt inni í litlum