Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 27
ÞÁTTUR AF JÓNI HRÓLFI BUCK
21
ipáskaleytið, og tók hann sér gistlngu á
Kussungsstöðum rétt fyrir hátíðina. Jón
Hrólfur átti þá heima á Kussungsstöðum.
Þetta var um það leyti, sem Sæmundur
Sæmundsson skipstjóri var trúlofaður
Sigríði Jóhannesdóttur. Sæmundur var
þá formaður fyrir hákarlaskipi, sem nefnt
var „Akureyrin“. Var Óli bróðir Sigríðar
háseti hjá Sæmundi. Rétt fyrir páskana
hafði „Akureyrin“ komið inn úr veiðiför
eða túr eins og það var kallað. Var nú
undið að því á Kussungsstöðum að koma
ýmsum flutningi til þeirra Sæmundar og
Óla, svo sem pottkökum, smérbögglum og
hreinm fötum og það tekið til ráðs að
senda Jón Hrólf með þennan bagga inn á
Grenivík í veg fyrir skipið. Ber nú svo
við, að hann gat orðið póstinum samferða,
en svo var mikill snjór í Hvalvatnsfirði,
að hvergi sást á dökkan díl í brekkunum
ofan við Kussungsstaði.
Jón Hrólfur var stríðinn, og hafði hann
því gaman af að vera póstinum samferða.
Uósturinn var léttur á sér og hafði ekk-
ert að bera, nema litla hliðartösku með
nokkrum sendibréfum. Var hann hissa á
því um morguninn, þegar þeir lögðu upp
frá Kussungsstöðum, að Jón Hrólfur
skyldi leggja það upp að rogast með út-
troðna poka, bæði í bak og fyrir. Henti
póstur gaman að þessu um morguninn,
meðan þeir voru að borða. Þeir gengu
báðir á skíðum, stakk Jón Hrólfur upp á
því, að þeir skyldu fara skemmstu leið
fnn á Grenivík, svokallaðan Trölladal,
Veður var milt og gott um morguninn og
leit útf yrir sunnanátt og hláku. Færðin
var þung á skíðunum í brekkunum upp
af Kussungsstöðum. Sást það síðast til
ferða þeirra, að þeir voru farnir að þreyta
kappgöngu. Var pósturinn fyrst nokkurn
spöl 4 undan Jóni Hrólfi, en þegar á leið,
úró heldur saman með þeim. Þegar þeir
kurfu upp af brúninni, var Jón Hrólfur
•fcúinn að ná póstinum, og vissu menn að
svo stöddu ekki frekar um þetta ferðalag.
Skíðafærið versnaði um daginn, og gerði
asahláku um kvöldið; Þetta var laugar-
daginn fyrir páska. Var nú mörgum
Fjörðungum forvitni á að vita, hvernig
þeim Jóni Hrólfi og póstinum hefði reitt
af á þeSsari kappgöngu þeirra á Trölla-
dal.
Þegar farinn er Trölladalur upp frá
Kussungsstöðum, er haldið 1 suðvestur,
og er hrikalegur fjallgarður til hægri
handar. Fyrir botni dalsins er kallaður
Þröskuldur, og er það suður-öxlin á Kald-
bak á Látraströnd. Þegar þangað er kom-
ið, er víðsýni mikið yfir Eyjafjörð, út fyr-
ir Hrísey, og miklar brekkur niður að
i'ara ofan í Grenivík. Er það nú af þeim
félögum að segja, að Jón Hrólfur þreytti
gönguna svo hart, að hann skildi póst-
manninn eftir í þessari þungu ófærð ut-
an við miðjan Trölladal. Stakk Jón Hrólf-
ur höfðinu í sunnanvindinn, sem hann
hafði í fangið alla leið og vissi ekkert,
hvað um hinn varð, eftir það er þeir
skildu. Hraðaði hann nú göngu sinni sem
mest hann mátti með pottkökurnar og
smérbögglana ofan á Grenivík.
Þegar á Grenivík kom, var Jón Hrólfur
bæði sveittur og þyrstur. Frétti hann þá,
að „Akureyrin“ væri komin fram hjá.
Hafði Sæmundur haft það til orðs, að
sigla út á Þorgeirsfjörð og vera heima um
páskana. Brá Jóni Hrólfi mikið við þessa
fregn. Þóttist hann nú grátt leikinn að
þurfa að rogast með baggana svona aftur
og fram, og reiddist ákaflega. Fékkst
hann ekki til að drekka kaffi eða leysa
af sér baggana, en þambaði í sig þar á
bæjarhlaðinu á Grenivík 6 merkur af
sterkri skyrblöndu. Sneri hann svo heim
aftur sömu leið upp á Trölladal án þess
að virða nokkra menn viðtals. Þar ofar-
lega í fjallinu, upp af Grenivík, mætti
hann póstinum, lúnum í þessari vondu
færð, en nú hafði hann undan að sækja,