Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 39
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS
33
vindblær strauk um andlit henni og bar
til hennar daufan óm af kvöldgildi, sem
auðsýnilega var haldið í dálítilli fjarlægð.
Það var taktfastur tam-tamsláttur, angur-
værir tónar úr Arabahljóðpípu og djúp-
raddaður karlakórsöngur. Og hinum meg-
in tjaldbúðanna sá hún geysimikið bál og
vissi, að umhverfis það myndu nú menn-
irnir sitja í þéttum hópum.
Eigi leið á löngu, áður en Gaston var
kominn út til hennar. Er höfðinginn var
að heiman, hélt hann sig alltaf í kallfæri,
án þess þó á nokkurn hátt að vera of nær-
göngull, altaf viðbúinn að vera til taks að
vilja hennar og óskum. Díana fann enn
sárar til einmanaskapar síns við að heyra
gleðskapinn í mönnunum umhverfis bálið,
og hún gladdist því, er Gaston kom út til
hennar.
„Mennirnir eru glaðværir í kvöld,
Gaston“.
„Já, madame. Þeir hafa stofnað til
skemmtunar fyrir spahiana, sem komu í
dag. Hefði madame ekki gaman af að
ganga yfir um og sjá þá? Það myndi
gleðja þá“.
Díana hristi höfuðið. „Ekki í kvöld,
Gaston. Eg er ekki í því skapi. Eg held
að ég sé þreytt, og mennirnir verða þess
fljótt varir, og þá gæti það spillt skemmt-
uninni fyrir þeim. En þessir spahiar hljóta
að vera fílhraustir, Gaston. Þeir voru al-
veg úrvinda af þreytu, er þeir komu
hingað“.
„Arabi er aldrei of þreyttur til að
skemmta sér“, sagði Gaston og hló við.
Madame þekkir það. Og svo geta þeir sof-
ið á morgun og hinn daginn, ef þá lystir.
Hestarnir þeirra verða að fá hvíld a. m.
k. í tvo daga, ef það á að verða skepna úr
þeim. En er þetta ekki of mikill hávaði í
þeim, madame? Á ég ekki að segja
þeim----------“.
„Nei, nei“, greip hún fram í. Hávaðinn
truflar mig ekki vitund. Það gleður mig
aðeins, að þeir skemmta sér svo vel. Það
er eins og það geri — allt — oíurlltið létt-
ara — fyrir mig“, bætti hún við í hálfum
hljóðum.
Skömmu síðar gekk hún inn aftur £
tjaldið.
Hve henni virtist autt og tómt þar inni.
Kalt og dautt — án hans, sem ætíð fyllti
allt tjaldið með sterkum og lífþrungnum
persónuleik sínum. Hér inni minnti allt
um hann og árin öll, er þau höfðu lifað
hér saman, um daga og nætur, auðuga af
dásamlegri og ævintýralegri hamingju,
um ást, er vaxið hafði og þroskazt við
gagnkvæman skilning og samúð. í kvöld
báru endurminningarnar hana alveg ofur-
liði. Hún andvarpaði og flýtti sér inn í
svefnherbergið, afklæddi sig í skyndi, og
vonaði að geta sofnað um hríð og gleymt
öllu.
En svefninn synjaði henni líknar. End-
urminningarnar gáfu engin grið, en hér
þurfti hún ekki að leyna sorg sinni og
kvíða fyrir neinum. Hún grúfði andlitið
niður í koddann og grét ákaflega.
Hún saknaði hans! Guð minn góður,
hve hún saknaði hans! — Hún var eigin-
kona hans og hluti af honum sjálfum. Og
án hans var eins og væri hún raunverulega
limuð í sundur og svipt afli og fjöri. Það
sem eftir var, aðeins aum og vesæl, lim-
lest lífvera, sem aðeins gat liðið og þjáðst.
Ahmed, hinn dásamlegi elskhugi henn-
ar! Hún hvíslaði nafn hans út í myrkrið,
hvað eftir annað. Myndi hún nokkru sinni
framar fá að hvíla í sterkum faðmi hans
og heyra hina djúpu og þýðu rödd hans
— röddina, sem einu sinni hafði hrifið
hana út úr ísköldum faðmi dauðans. Hún
hafði verið fyrir dauðans dyrum — nótt-
ina þá, er drengirnir hennar fæddust. Þá
var það rödd hans, er gefið hafði henni
styrk til að berjast fyrir lífi sínu.
Hún lá með lokuð augun, dauðþreytt af
hugarangri, og reyndi til að sofna, en ár-