Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 24
18
NÝJAR. KVÖLDVÖKUR
Jónssyni, tengdaföður Sæmundar Sæ-
mundssonar skipstjóra.
Jón Hrólfur hafði einstakt gaman af að
ganga fram af fólki með ýmsum kúnstum,
sem komu oftast fram í þeirri mynd, að
hann lagði sjálfur á sig einhverjar þraut-
ir eða innti af höndum afreksverk, sem
ekki tíðkuðsut þar um sveitir. Það var
nokkurs konar keppni um met, eins og
það myndi vera kallað nú á dögum.
Einu sinni bar það við, að Jón Hrólfur
var fenginn til þess um krossmessuleytið
að sækja unga stúlku inn að Grýtubakka
í Höfðahverfi. Átti hún að fara vistferlum
út í Fjörðu. Var mikill snjór á Leirdals-
heiði og versta færð, nema á skíðum. Far-
angur stúlkunnar var nú að vísu ekki
þungur né fyrirferðarmikill, að öðru leyti
en því, að hún átti stóra kommóðu. Þótti
stúlkunni leiðinlegt að þurfa að skilja
kommóðuna eftir, enda óvíst, hvenær hún
gæti fengið hana flutta. Um morguninn,
þegar þau Jón Hrólfur og stúlkan voru
ferðbúin, var bjart og gott veður og
sunnanvindur. Stúlkan hafði með sér
skíði, og voru nú horfur á þungri færð,
þegar upp á heiðina kæmi. Jón Hrólfur
sagði stúlkunni, að hún skyldi ekkert vera
að róta til í kommóðuskúffunum, og væri
nú réttast, að hann héldi á kommóðunni
út eftir með því, sem í skúffunum væri.
Var nú heldur brosað á Grýtubakka, með-
an Jón Hrólfur var að vefja reipin utan
um kommóðuna. Bar hann hana undir
fötlum. Segir nú ekki af ferðum þeirra
Jóns Hrólfs og stúlkunnar fyrr en þau
komu út í Hvalvatnsfjörð um kvöldið.
Þau höfðu fengið vonda færð á skíðunum,
meðan þeirra naut við, og bullandi aura
og eðju, eftir það er komið var út fyrir
Hávörður. En aldrei losaði Jón Hrólfur
við sig kommóðuna, en tyllti sér þó ein-
stöku sinnum niður á leiðinni. Var komm-
óðan vegin með því, sem í skúffunum var,
og stóð hún í 90 pundum að þyngd. Hafði
Jón Hrólfur gaman af þessu og það því
fremur sem hann vissi ekki til þess, að
neinn maður hefði lagt það upp að bera
stóra kommóðu á bakinu alla leið norður
yfír Leirdalsheiði, enda blöskraði mörg-
um, að hann skyldi vinna það til að leggja
annað eins á sig að raunalausu. Verður
áreiðanlega bið á því, að þessu meti hans
verði hnekkt.
Milli Hvalvatnsfjarðar eða Austara-
fjarðar og Flateyjardals er hrikalegui
fjallgarður, sem gengur í sjó fram. Eru
þar við fjöruna á langri leið hamrar og
hengiflug, sem í daglegu tali kallast Vík-
urbakkar, alla leið vestur að svonefndu
Stakkshorni Á leið þessari eru margar
gjár, sem skerast inn í þessa ægilegu
hamra, en þeir fara heldur lækkandi, eft-
ir því sem austar dregur frá Stakkshorni.
Verður þar eins og dálítill slakki í bakk-
ana austarlega og kallast Lækjarvík.
Margir forvaðar eru á þessari leið, og er
oft örðugt að klöngrast yfir þá, nema með
fjöru og alveg í kvikulausum sjó. Aðrar
tvær leiðir voru farnar austur á Flateyj-
ardal. Var önnur leiðin nefnd Sandskarð,
og var þá farið upp brattan dal upp frá
Kaðalstöðum, sem stendur framan til við
þverhnípt fjall, svonefnt Bjarnarfjall.
Sandskarðið er snarbratt og ófært flest-
um mönnum, nema um hásumarið. Hin
leiðin, sem farin var einstöku sinnum, er
norðan til í Bjarnarfjallinu og heitir
Skriður. Þær eru einnig snarbrattar, en
gínandi hamrar á báða vegu og hengiflug
á aðra hönd.
Er ægilegt um að litast á svonefndum
Skriðuhrygg og horfa niður fyrir sig. Eru
skriður þessar oftast ófærar að vetrar-
lagi nema í því meiri fönn. Getur þá sett
svo mikinn snjó í Skriðurnar, að þær séu
færar fyrir bratt-genga menn, án þess að
þeir eigi víst að hrapa. í Bjarnarfjallinu
nokru sunnar hafa hlaupið mikil snjóflóð,
sem valdið hafa miklu tjóni á skepnum