Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sennilega vissi hann alls eigi ástæðuna til þess, að hún hafði gert það. Það var svo margt, sem hann -vissi ekk- ert um. Sennilega hafði hinn gamli, stæriláti jarl aldrei trúað sonarsyni sínum fyrir sárustu einkamálum sínum, hinu stutta hjónabandi sínu og hinum óskemmtilegu atvikum, er ollu því, að hann missti bæði konu sína og son. Og hann vissi auðvit- að heldur ekkert um fjandskapinn á milli feðganna, föður hans og gamla jarlsins. í öllum heimi var nú aðeins einn, sem var nákunnugur leyndarmálum Glen- caryll-ættarinnar, og Díana var viss um, að hann myndi aldrei nefna þau á nafn — Þetta var hinn drenglyndi Raoul de Saint Hubert. Hann myndi aldrei ympra á þessu, nema þá í ýtrustu nauðsyn, og hún hafði óskað þess öðru hvoru, að ein- hverja þess háttar nauðsyn bæri að hönd- • um. Henni var óbærilegt að hugsa til þess, að drengurinn skyldi hugsa eitthvað miður um föður sinn, og hún þekkti Ah- med svo vel, að hún vissi, að hann myndi aldrei segja drengnum neitt um þetta. Margsinnis hafði hún reynt að miðla málum á milli feðganna, en það hafði reynst árangurslaust. Höfðinginn hafði reynst ósveigjanlegur og daufheyrst við bænum hennar og fortölum og að lokum þverneitað að ræða oftar við hana um þetta. Hún gat því ekkert frekar gert í þessu. Nú yrði Guð sjálfur að stjórna þessu á bezta hátt. Hún varpaði öndinni mæðilega og lagði frá sér myndina. Svo sneri hún sér aftur að bréfinu, er lá á borðinu fyrir framan liana. En penninn var þurr, og varð því ekkert úr skriftum. Þetta var sendibréf til Raoul, sem beið svars í Touggourt, IHún hafði skýrt honum frá, að höfðing- inn væri ekki heima, og hvernig á því stæði, og einnig sagt honum, hvar tja-ld- búðirnar væru um þessar mundir. — Svo var engu við þetta að bæta. Engu, sem hún gæti bætt við. Þótt hana dauðlangaði til þess, kom hún sér ekki að því að biðja hann um að skýra Caryll frá ættarsögu hans. Er hún var að ganga frá bréfinu, féll sá grunur þyngra og þyngra yfir hana, að framtíðin myndi eigi bera henni neitt gott í skauti sér. Hún lagði bréfið þreytulega frá sér og grúfði andlitið í örmum sér. Að öllum þessum friðsælu árum liðn- um, virtist nú allt vera að breytast. Senni- lega voru nú komin sólhvörf hamingju hennar. í rauninni var það svo ólíkt henni að ala á þessháttar ömurlegum grunsemdum og kvíða. Hún var því eigi vön að taka áhyggjur og sorgir út fyrirfram. En að þessu sinni var meiri alvara á ferðum. Það var eins og hvíslað væri að henni einhverstaðar að, að nú væri ein- hver óhamingja í vændum. Nú bar hún í brjósti svo þungan ótta og kvíða, að hún fékk eigi sofið á nóttunum. Hún var hrædd um þá báða, Ahmed og „drenginn11. Hún herti upp hugann og neyddi sig til að vera róleg. Hún vissi, hve það gat ver- ið hættulegt að einbeita huganum að þess háttar í einverunni. Það gat hæglega orð- ið ofraun taugum hennar og geðsmunum. Og hún var óvön þess háttar heilabrot- um. Hún varð því í guðsnafni að taka með stillingu því, sem að höndum bar. Hún gat að minnsta kosti ekki ráðið neitt við rás viðburðanna. „Guð minn, gef mér þrek og styrk og haltu verndarhendi þinni yfir báðum þeim, sem ég elska“, bað hún stillt og innilega. Og allt í einu brosti hún gegnum tárin. Hún flýtti sér að þurrka burt tárin, eins og hún fyriryrði sig fyrir þau. Hafði hún eigi þrásinnis óttast um þessa ástvini sína,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.