Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 46
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Saint Hubert hafði lengi grunað, að þessar hugsanir væru Caryll þjáningar- efni og kvalræði, en þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði látið uppskátt hugsanir þær, sem eitrað höfðu æsku hans. Og Saint Hubert var ljóst, að nú stóð hann andspænis úrlausn málefnis þess, er hafði valdið honum vandræða og kvíða árum saman. Og hvað ætti hann nú til bragðs að taka? Væri nú rétt að dylja framvegis vitneskju þá, er hann einn gat skýrt frá, og hjálpað gæti Caryll út úr vandræðum hans og villu? Samvistir Caryll og afa hans höfðu verið mjög ínnilegar, og drengurinn taldi afa sinn sanna fyrirmynd alls þess, er gott var og göfugt. Ætti nú Saint Hubert að ljósta upp því, er yrði til þess að rífa til grunna þessa fyrirmynd Carylls? Ætti hann að segja piltinum þessa gömlu sorgarsögu? Og myndi pilturinn taka henni á sama hátt, og móðir hans hafði gert, er hann neyddist til að segja henni hana? Jú, þá hafði Saint Hubert orðið að tala um málefnið til að réttlæta bezta vin ^inn. En var nú ekki ástæðan sú hin sama — aðeins með þeirri viðbót, að nú var nauðsynin enn meiri en áður. Það var eigi til þess að hugsa að láta Caryll lifa áfram í sömu óvissu og þekkingarleysi á réttu samhengi málsins — án þess að hafa tæki- færi til að fella réttan dóm, eftir að hafa fengið að vita allan sannleika um föður .sinn og afa. Saint Hubert gekk hægt yfir að borð- inu og staðnæmdist beint á móti unga vini sínum. En er hann lagði hendina á öxlina á Caryll, hikaði hann snöggvast og hætti við að segja það, er lá honum á vörum. Ekki ennþá. Hann ætlaði að bíða ofur- lítið enn, unz erfiðasta augnablikið væri liðið. — Endurfundir foreldranna og son- arins. Þangað til skilningur hans á ást móðurinnar og vægari dómar um þann. föður, sem hann hataði nú, hefðu rutt veginn og gert drengnum auðveldara að' bera vonbrigði þau, er frásögnin hlyti að- valda honum. „Kæri drengurinn minn“, sagði hann og,. hikaði á ný og varð algerlega orðaskort- ur. Og það varð rödd Carylls, sem fyllti upp í þagnareyðurnar, um leið og hann. losaði hönd vinar síns af öxl sinni. „Vertu ekkert að gera þér áhyggjur út. af mér, Raoul frændi“, sagði hann loð- mæltur án þess að líta upp. „Gleymdu. þessum látalætum í mér áðan! Eg gat- ekki þagað — ég varð að segja þetta — það hefir pínt mig árum saman. Og ég tek mér það ekkert sérlega nærri, þótt ég hagi mér dálítið heimskuíega við þig. Þú. skilur mig alltaf. Þú hefir alltaf verið mpr sannur — sannur vinur“. Það kom grátstafur í kverkar honum. Svo leit hann snöggt upp og greip svo fast í hönd- Saint Huberts, að hann sárkenndi til. „Hvers vegna ertu í rauninni svona góð- ur við mig, Raoul frændi? Hvers vegna hefir þú gert svona mikið fyrir mig? Þið afi minn hafið gert svo mikið fyrir mig,. að ég hefi eiginlega aldrei saknað neins föðurs — svo að segja. Og þú hefir kennt- mér miklu meira en hann. Ef ég aðeins gæti sagt þér, hve ég er þér þakklátur. En ég hefi alltaf verið svona kjáni með' að láta í ljósi tilfinningar mínar. Þú hefir verið mér meira en faðir, Raoul frændi- — já, Guð- gæfi, að þú værir faðir minn!“ Raoul Saint Hubert stóð að baki hins- unga manns, þögull og alvarlegur, og. þótti" vænt um, -að pilturinn gat ekki séð framan í hann þessa stundina. Hann háðí með sjálfum sér þunga baráttu gegn til- finningum þeim, er ætluðu alveg að buga hann. Orð unga piltsins höfðu dýpri merkingu fyrir hann en fyrir piltinn sjálfan. Sonur’ hans — ef allt hefði farið á annan vegf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.