Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 36
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR svo að fáir aðrir þorðu að koma nálægt honum. í dag virtist hann trylltari og verri við- ureignar en nokkru sinni áður. Hann beit stórt flykki úr skikkju hestasveinsins og barði tvo aðra með framfótunum, svo að þeir steyptust kollhnís eftir sandinum. „Djöfullinn sjálfur!“ öskruðu þeir vit- stola af hræðslu og hlupu á brott. Gaston og Yúsef reyndu að nálgast hestinn, en það var Díana, sem að lokum tókst að spekja hann. Hún gældi við hann góðlát- lega, unz hann varð stilltur, svo að hún gat sveiflað sér á bak honum vandræða- laust. Díana brosti til Arabanna, sem stóðu umhverfis, og svaraði kveðju þeirra með gamanyrðum, sem þeir hlógu dátt að. Er hún reið í hægðum sínum út frá tjaldbúðunum, hugsaði hún um það, hví- lík stór börn þeir væru í raun og veru, þessir synir eyðimerkurinnar. Stór og trúgjörn börn, örir í lund, skemmtigjarnir og kenjóttir. Fljótir til móðgunar og fljót- ir til hefnda. En góð og trygg börn voru þeir samt. Hún skildi þá æ betur, eftir því sem hún kynntist þeim lengur, og hún hafði lært að meta ást þá og tryggð, er þeir sýndu henni. Öll ættkvíslin tignaði hana og dáði. í þeirra augum var hún annað og meira en vanaleg manneskja, hún var engill frá himnum, er stigið hafði niður til þeirra og tók þátt í sorgum þeirra og gleði. — Hún varð auðmjúk í huga og lítillát, er henni varð hugsað til þessa. Því hvað gat hún annað fyrir þá gert en að láta sér þykja vænt um þá, og elska höfðingja þeirra og herra. Hún stefndi beint á lága áshrygginn, sem sást í fjarska. Hann var brattur og erfiður, en þaðan var dásamleg útsýn yfir eyðimörkina. Og í dag var útsýnin óvenjulega dásam- leg, geysimiklar víðáttur, eintómur gulur sandur. Þetta var eyðimörkin — eyði— mörkin, heimahagar hennar. Fyrir fjöl- mörgum árum hafði eyðimörkin töfrað' hug hennar og aldrei sleppt tökum á henni síðan. Hún kallaði á Gaston, sem reið spölkorn á eftir henni. „Líttu á, Gaston, er þetta ekki dásam- legt? Maður sér eins langt og....“ Hún þagnaði allt í einu og greip sjón- aukann. Hvaða dökkur blettur var þarna langt í burtu? Það voru tveir deplarr ekki einn. Og þeir uxu og færðust nær með hverri mínútu. Hún rétti Gaston sjónaukann. „Það er eitthvað þarna langt í burtu.... ég get ekki séð hvað það er“. Hún stóð titrandi af eftirvæntingu og beið, meðan hann svipaðist um. Svo sneri hann sér að henni, og svipur hans lýsti vonbrigðum. „Það eru bara Spahiar,1) madame“. Hún andvarpaði. — „Eigum við að ríða á móti þeim?“ Og áður en hann fengi svarað, hafði hún snúið hesti sínum og reið ofan brekkuna og barðist við að bæla. niður vonbrigði sín. Bara Spahiar.... Hún lét hestinn taka alllangan sprett, og henni hlýnaði fljótt af hinni dásam- legu hreyfingu og kennd, sem útreiðarn- ar ætíð veittu henni. Gaston varð langt á eftir, og hinn ljón- fjörugi gæðingur hennar, svarti Eblis, hélt sprettinum. Hún varð að beita öllum sín- um kröftum til að stöðva hann. Hún vildi ógjarnan mæta hermönnunum einsömul og beið því eftir Gaston. Hún sat kyrr á hestbaki og starði á mennina tvo, sem nálguðust óðum. Þeir voru glæsilegir til að sjá, þar sem þeir komu á harða spretti á mögrum sinastælt- um gæðingum sínum, og skikkjur sínar blaktandi í loftinu eins og svarta fána.. ') Spahi: Innlendur riddaraliði i N.-Afríku. Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.