Nýjar kvöldvökur - 01.01.1940, Blaðsíða 52
4(5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
„Eg hefði viljað skrifa þér og þakka
þér fyrir þá, undireins og ég fékk þá“,
sagði Ella, og kvíðinn hvarf þegar af and-
liti Berties.
„Þú veizt hvernig mamma er“, mót-
mælti hann; „hún opnar öll mín bréf, og
ef hún hefði komist að því, að ég gæfi
einhverjum gjafir þá hefði þó eitthvað
verið að tala um í næsta hálfan mánuð“.
„Vissulega, en tuttugu ára —“ byrjaði
Ella.
„Eg er nú ekki tvítugur fyrr en í sept-
ember“, tók Bertie fram í fyrir henni.
„Nítján ára og átta mánaða“, hélt Ella
áfram, „þá ættirðu að hafa leyfi til þess
að halda þínum bréfaviðskiptum fyrir
sjálfan þig“.
„Það ætti nú svo að vera, en það er nú
ekki allt eins og það á að vera. Mamma
opnar öll þau bréf, sem koma í húsið,
hver sem þau á.
Systur mínar og ég hafa gert uppþot
út af þessu aftur og aftur, en hún heldur
áfram að gera það“.
„Eg myndi reyna að venja hana af því,
-ef ég væri í þínum sporum“, sagði Ella
áköf, og Bertie fann að dýrðin yfir þess-
ari velvöldu gjöf hans, sem hann hafði
verið svo kvíðafullur út af, hafði nú rok-
ið í burtu fyrir þessum óþægilegu hindr-
unum, sem risu í kringum þetta.
„Er það tilfellið?“ spurði Clovis, vinur
Berties hann, þegar þeir hittust um
kvöldið í sundlauginni.
„Um hvað spyrðu?“ sagði Bertie.
„Þegar þú ber þennan sorgarsvip á
þér, að þá sé hann sérstaklega áberandi,
af því að þú ert svo lítið klæddur.
Líkaði henni ekki vasaklútarnir?"
Bertie skýrði frá ástandinu.
„Það er bölvað, það sérðu sjálfur“, bætti
hann við, „þegar stúlka hefir mikið að
segja, sem hana langar til að skrifa þér,
og getur þá ekki sent bréfið nema ein-
hverjar krókaleiðir11.
„Nei, það er ekki gott við það að eiga“,,
sagði Clovis, „ég verð oft að eyða tölu—
verðu af hugviti mínu til þess að finna
upp afsakanir fyrir því að hafa ekki
skrifað“.
„Þetta er ekki til að gera að gamni sínu-
yfir“, sagði Bertie ásakandi, „þér myndi
ekki þykja það skemmtilegt, ef móðir þín.
opnaði öll bréf til þín“.
„Eg get ekki tekið fyrir það“. Eg hefi
rökrætt um það —“
„Þú hefir ekki notað hinar réttu rök-
semdir, geri ég ráð fyrir. Nú, ef í hvert
skipti, sem eitt af bréfum þínum væri
opnað, þá legðist þú aftur á bak upp á
matarborðið meðan stendur á máltíð og
fengir flogakast, eða þá að þú vektir allt
fólkið í húsinu um miðja nótt, með því að
syngja slagara, þá myndi þér verða tölu-
vert ágengt. Fólk tekur yfirleitt miklu
meira tillit til þess, ef máltíðinni er mis-
þyrmt eða næturfriðnum, heldur en til
þess, hvort hjarta manns er misboðið“.
„Hættu þessu“, sagði Bertie gramur, og
jós á hann vatninu um leið og hann stakk
sér út í.
Það var einum eða tveimur dögum
eftir þetta samtal í sundlauginni, að bréf
til Bertie Heasant kom í póstkassann og
þaðan í hendurnar á móður hans. Frú
Heasant var ein af þessum hégómafullu
mannverum, sem sífellt hafa áhuga fyrir
annarra manna málefnum. Og því heim-
flllegri, sem þau eru, þeim mun ákafari
áhuga vekja þau hjá þeim. Hún myndi í
öllu falli hafa opnað þetta bréf, en þar
sem það var nú merkt „privat“ og auk
þess lagði af því fínan og angandi ilm, þá
varð það til þess að hún opnaði það meft
miklum flýti. Og árangurinn af ákafa
hennar var vonum framar:
„Bertie, elskan mín“, byrjaði það.
„Eg dái þig ef þú hefir kjark til að
gera það; það mun nú taka í taugarn-